Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 62
268 JÓNAS KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
brenglast á ýmsa lund. Þó varðveitist með sannindum minning um
kjarna mikils atburðar, til að mynda um manndráp (drekking Jóns
Gerrekssonar).
(4) Það getur einnig gerst þegar langt líður að frásagnir af raun-
verulegum atburðum þrútni út, hlaði utan á sig efni og orðskrúði,
breytist í þjóðsögur. Þessa verður greinilega vart í frásögn Jóns
Egilssonar af Jóni Gerrekssyni. Alkunnugt er slíkt frá síðari
tímum. Til dæmis má nefna sögur af Arna lögmanni Oddssyni sem
prentaðar eru í Þjóðsögum Jóns Arnasonar. Arni lögmaður dó
1662, og hafa sagnirnar því gengið í rúmar tvær aldir áður en þær
voru færðar í letur. En slík umbreyting staðreynda í þjóðsögur
kemur ekki fram hjá Ara fróða né heldur hjá heimildarmönnum
mínum Guðlaugi og Friðriku.
(5) Þær sagnir sem höfundar Islendingasagna höfðu úr að moða
voru yfirleitt að minnsta kosti 200 ára gamlar, stundum jafnvel
meir en 300 ára. Þær hafa samkvæmt þessu yfirleitt verið gagnorðar
og saman þjappaðar. Lengri og skrúðmeiri hafa helst verið frásagn-
ir af yfirnáttúrlegum atburðum, draugasögur og annað þvílíkt, sem
menn vissu eða höfðu grun um að ekki væru heilagur sannleikur og
máttu því móta að vild sinni. En það hefur fyrst og fremst verið
verk rithöfunda að setja hold utan á þá beinagrind sem munnmælin
veittu.
(6) í sögunum er einlæg viðleitni til að endurskapa fornan tíma,
en þær eru sjaldan dæmisögur um samtímann. Elelst kæmi slíkt til
greina varðandi yngri sögur (Bandamannasögu, Hænsa-Þóris-
sögu). Það er einkanlega kristin trú og siðaboðskapur sem látinn er
gegnsýra sögurnar, einnig hinar eldri, meir en góðu hófi gegnir
þegar um er að ræða heiðna tíð.
(7) Islendingasögur draga upp fegraða, en heilsteypta mynd af
löngu liðinni öld. Smáatriði í frásögnum og lýsingum eru ósöguleg,
en meginviðburðir, til dæmis víg aðalgarpa, eru sannir, og einnig að
miklu leyti ættartölur eða mannfræði. Þannig flytja sögurnar mik-
inn sannleika frá 10. og 11 öld. Eg veit ekki hvort sá sannleiki er
sýnkretískur eða samfléttaður, en hann er íslenskur. Og ég hef
kynnst þessum íslenska sannleika hjá frænku minni Friðriku Jóns-
dóttur og hjá frænda mínum Ara fróða.