Skírnir - 01.09.1987, Síða 66
272
HELGA KRESS
SKÍRNIR
„objektivitet", þ. e. hlutlægni, og það sem hann kallar „heroisk
realisme“, eða hetjulegt raunsæi. Þetta tvennt er mælikvarði á góða
sögu, og þær fjölmörgu sögur sem ekki uppfylla þessi skilyrði eru
umsvifalaust dæmdar til frumstæðis eða hnignunar.
Fóstbræðrasögu telur Einar Olafur - eins og Sigurður Nordal -
til frumstæðra sagna, og þar með til elstu Islendingasagna. En sög-
um í þeim flokki er að því leyti ábótavant að í þeim bregður fyrir
endurtekningum og útúrdúrum. Stíllinn er óslípaður, og vart verð-
ur við lærðan stíl. Síðast en ekki síst verður svo höfundum þeirra á
að rjúfa það sem Einar Olafur kallar hina listrænu blekkingu, hlut-
lægnina, með því að grípa fram í frásögnina, dæma eða útskýra.4
Astæða þess að Fóstbræðrasögu hefur verið skipað á bekk með
frumstæðum og miður listrænum sögum er fyrst og fremst undar-
legheit í stíl hennar, eða það sem fræðimenn hafa kallað útúrdúra í
henni eða klausur — og hafa valdið þeim ófáum heilabrotum.5 Það
sem einkennir klausurnar er að þær brjóta hlutlægni frásagnarinnar
með huglægum athugasemdum, þar sem gjarnan er lagt út af karl-
mennsku þeirra fóstbræðra, hugrekki og hetjudáðum, með há-
stemmdu lofi. Sem dæmi um kafla með klausum má taka fræga frá-
sögn af því þegar Þorgeir hékk í hvönninni:
Þat bar til um várit eptir, at þeir Þorgeirr ok Þormóðr fóru norðr á
Strandir ok allt norðr til Horns. Ok einn dag fóru þeir í bjarg at sækja sér
hvannir, ok í einni tó, er síðan er kglluð Þorgeirstó, skáru þeir miklar
hvannir; skyldi Þormóðr þá upp bera , en Þorgeirr var eptir. Þá brast aur-
skriða undan fótum hans. Honum varð þá þat fyrir, at hann greip um einn
hvannnjóla með grasinu ok helt þar niðri allt við rótina, ella hefði hann ofan
fallit. Þar var sextogt ofan á fjprugrjót. Hann gat þó eigi upp komizk ok
hekk þar þann veg ok vildi þó með engu móti kalla á Þormóð sér til bjargar,
þó at hann felli ofan á annat borð, ok var þá bani víss, sem vita mátti. Þor-
móðr beið uppi á hgmrunum, því at hann ætlaði, at Þorgeirr myndi upp
koma, en er honum þótti Þorgeirr dveljask svá miklu lengr en ván var at, þá
gengr hann ofan í skriðuhjallana. Hann kallar þá ok spyrr, hví hann komisk
aldri eða hvárt hann hefir enn eigi nógar hvannirnar. Þorgeirr svarar þá með
óskelfri rgddu ok óttalausu brjósti: „Ek ætla,“ segir hann, „at ek hafa þá
nógar, at þessi er uppi, er ek held um.“ Þormóðr grunar þá, at honum muni
eigi sjálfrátt um; ferr þá ofan í tóna ok sér vegs ummerki, at Þorgeirr er
kominn at ofanfalli. Tekr hann þá til hans ok kippir honum upp, enda var
þá hvgnnin nær gll upp tognuð. Fara þeir þá til fanga sinna. En þat má skilja
í þessum hlut, at Þorgeirr var óskelfr ok ólífhræddr, ok flestir hlutir hafa