Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
BRÓKLINDI FALGEIRS
279
hrokkinhærðr ok málhaltr““ (236). En að vera málhaltur er nokk-
uð óvanalegur - og að ekki sé sagt óheppilegur - eiginleiki hjá
skáldi!
Líffræðilegar vangaveltur sögunnar, sem m.a. koma fram í
klausunum, held ég að þurfi ekki að vera til komnar vegna óbilandi
áhuga höfundar á læknisfræði - eins og fræðimenn vilja gjarnan
vera láta,21 heldur vegna áhuga sögunnar á sprelli, gríni og gamni,
sem kastar grótesku Ijósi á hetjur og hetjudáðir. I þessu sambandi
er lýsing sögunnar á hjörtum þeirra fóstbræðra ákaflega athygl-
isverð. Það er ekki bara að rætt sé um hjörtu í óhlutstæðri merk-
ingu sem bústað hræðslu (sbr. bls. 128 og 210-11), heldur koma
hjörtu beggja fóstbræðra fyrir í bókstaflegri merkingu. Það er tekið
úr Þorgeiri dauðum og skoðað, reynist lítið og hart:
Svá segja sumir menn, at þeir klyfði hann til hjarta ok vildu sjá, hvílíkt væri,
svá hugprúðr sem hann var, en menn segja, at hjartat væri harla lítit, ok
hpfðu sumir menn þat fyrir satt, at minni sé hugprúðra manna hjprtu en
huglaussa, því at menn kalla minna blóð í litlu hjarta en miklu, en kalla
hjartablóði hræzlu fylgja, ok segja menn því detta hjarta manna í brjóstinu,
at þá hræðisk hjartablóðit ok hjartat í manninum. (210-211)
Sjálfur kippir Þormóður úr sér hjartanu - eða réttara sagt tágum
af því - á banastund sinni, og andstætt hjarta Þorgeirs er það stórt
og feitt:
Síðan tók Þormóðr tgngina ok kippði á burt grinni, en á grinni váru
krókar, ok lágu þar á tágar af hjartanu, sumar rauðar, en sumar hvítar, gular
ok grænar. Ok er þat sá Þormóðr, þá mælti hann: „Vel hefir konungrinn
alit oss, hvítt er þessum karli um hjartarætr.“(276)
Síðan kveður hann vísu og andast standandi eins og fóstbróðir
hans Þorgeir áður.
Sem dæmi um „líffræðilega klausu" má taka lýsinguna á fylgdar-
manni Þormóðar á Grænlandi, Fífl-Agli, sem telur sig í mikilli
hættu staddan:
Egill varð stórum hræddr, er hann sá manna fgr eptir sér ok með vápnum.
Ok er hann var handtekinn, þá skalf á honum leggr ok liðr sakar hræzlu.
Qll bein hans skulfu, þau sem í váru hans líkama, en þat váru tvau hundruð