Skírnir - 01.09.1987, Page 76
282
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Um viðureign sína við Falgeir yrkir svo Þormóður mjög mynd-
ræna vísu um gínandi „rassaklofið" (242) upp úr sjónum. En þessi
vísa er af fræðimönnum talin ein sú öruggasta eftir Þormóð, eða
eins og segir í formála útgáfunnar í íslenzkum fornritum: „Vart er
annað hugsanlegt en lýsingin á drukknun Falgeirs (27. v.) sé eftir
sjónarvott, svo sérstök er hún og lifandi."23
Sama tegund af gróteskri kímni kemur fyrir á fleiri stöðum í sög-
unni. Um eitt sinna mörgu sára bindur Þormóður með línbrókum
sínum, og í kornhlöðunni á Stiklastöðum heggur hann báða þjó-
hnappana af illgjörnum og huglausum bónda, sem „kvað við hátt
með miklum skræk ok þreif til þjóhnappanna báðum hpndurn"
(273).
Dæmi um gróteskt borðhald sem endar með grótesku vígi má sjá
í lýsingunni á samskiptum þeirra Þorgeirs og Butralda. Butralda er
svo lýst: „Flann var einhleypingr, mikill maðr vexti, rammr at afli,
ljótr í ásjónu, harðfengr í skaplyndi, vígamaðr mikill, nasbráðr ok
heiptúðigr“ (142-143). Þessi maður sest á bæi og angrar fólk. Af
viðtökum bóndans í Gervidal má ráða að hann leggur þá Butralda
og Þorgeir að jöfnu. Það drepur „stallór hjartahans" (143-144) við
komu þeirra beggja. Þorgeiri og Butralda er skipað saman til borðs,
og eru kringumstæður nokkuð óvanalegar í lýsingum á hetjum. En
þannig hefst lýsingin á borðhaldinu:
Frá verðgetum er sagt vandliga: Tveir diskar váru fram bornir; þar var eitt
skammrifsstykki fornt á diskinum hvárum ok forn ostr til gnættar. Butr-
aldi signdi skamma stund, tekr upp skammrifit ok skerr ok neytir ok leggr
eigi niðr, fyrr en allt var rutt af rifjum. Þorgeirr tók upp ostinn ok skar af
slíkt er honum sýndisk; var hann harðr ok torsóttr. Hvárrgi þeira vildi
deila við annan kníf né kjptstykki. En þó at þeim væri lítt verðr vandaðr,
þá fóru þeir þó eigi til sjálfir at skepja sér mat, því at þeim þótti þat skgmm
sinnar karlmennsku. (144-145)
Næsta dag kemur skammrifið í hlut Þorgeirs, „en Butraldi býr
þá við ostinn“ (145). Þegar þeir hafa etið nægju sína búast þeir á
brott, hvor í sínu lagi. Þeim dettur náttúrulega alls ekki í hug að
verða samferða! Leiðin er torveld ok harðfenni mikið. Butraldi
reynir að fara stystu leið, og þarf í því skyni að brjótast gegnum
stóran skafl, og notar til þess öxi sína. Þorgeir velur að taka á sig