Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 90
296
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
legum ástæðum ekki teknar fyrir hér, en á það skal þó bent, að Kant
og Hegel taka í heimspeki sinni mið af ólíkum sviðum veruleikans.
Hugsun Kants beinist öðru fremur að náttúrunni og þekkingu
okkar á náttúrlegum hlutum og að stöðu mannsins gagnvart nátt-
úrunni, en viðfangsefni Hegels er öðru fremur hinn mannlegi veru-
leiki sjálfur eins og hann birtist í þróun sögu, þjóðfélags og mann-
legra samskipta, og heimspeki hans er fallin til að opna okkur sýn
á og dýpka vitund okkar um þessa þætti veruleikans.
Krafan um að hverfa aftur til Kants felur því óbeint í sér vissa
kröfu um að leiða hjá sér þá þætti veruleikans sem hugsun Hegels
beinist einkum að, og kemur það raunar heim við það að seinni
hluti 19. aldar er tími mikilla framfara í náttúruvísindum og tækni,
en þjóðfélagslegrar stöðnunar og afturhalds. Það var því ekki
heppilegur jarðvegur fyrir heimspeki Hegels sem er í rauninni
glædd anda byltingarskeiðsins í lok átjándu aldar, tímabils sem ein-
kenndist af umróti og frjóum hugmyndum er vísa fram á við.
Skyldusiðfræði Kants og handanhyggja falla hins vegar betur að
þeim þjóðfélagsaðstæðum sem ríktu í heimalandi Hegels á nítjándu
öldinni, þar sem allar breytingar voru litnar hornauga, og hinir
svokölluðu vinstri-Hegelsinnar þóttu einkum þjóðhættulegir. Það
er því ekki við því að búast, að krafan um afturhvarf til Kants hafi
verið hvati til mikilla og frjórra hugsana, er gætu mótað mannlífið,
þótt hún kunni að hafa orðið tilefni lærðra umræðna í kennslustof-
um þýzkra háskóla er stóðu í litlum tengslum við þjóðlífið. Það er
eftirtektarvert, að þeir menn sem helst lögðu eitthvað af mörkum
til gagnrýni á eða andsvars gegn heimspeki Hegels stóðu allir utan
við straum hinnar akademísku heimspeki og voru ýmist óþekktir
meðal samtímamanna eins og Schopenhauer eða í banni frá há-
skólakennslu eins og Feuerbach, útlægir eins og Marx eða í andlegu
fásinni eins og Kierkegaard.
Af þessum hugsuðum er Schopenhauer elztur og var reyndar
samtíðarmaður Hegels en átján árum yngri og svarinn fjandmaður
hans frá öndverðu. Sagan segir, að Schopenhauer hafi farið heldur
illa út úr því eitt sinn, er hann freistaði þess að halda fyrirlestra á
sama tíma og Hegel, því hann talaði þá yfir auðum bekkjum. Eins
fara sögur af orðasennu milli þeirra, sem ekki einkenndist af þeirri
fáguðu heimsmennsku sem orðræður grískra heimspekinga í sam-