Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 99
SKÍRNIR
ARFUR HEGELS
305
veruleikann, og sá sem lætur blekkjast af því er í sporum mannsins
sem rakst á skilti með áletruninni „Hér eru pressaðar buxur“ og
hljóp heim til sín og sótti þangað þær buxur sem hann átti ópress-
aðar, en fékk þær upplýsingar, þegar á staðinn var komið, að þar
væru engar buxur pressaðar, heldur væri aðeins skiltið til sölu.
Ef við vegum og metum þessar ádrepur Kierkegaards á sögu-
speki Hegels má auðvitað sjá sannleikskjarna í mörgu, en víða er þó
skotið yfir markið af lítilli sanngirni. Við hljótum að reyna að gera
okkur heildarmynd af þeim veruleika sem við lifum í, jafnvel þótt
sú mynd verði aldrei annað en nálgun, og þáttur í því er auðvitað
að reyna átta sig á sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi, þótt við
getum aldrei séð það sem lokað kerfi. Sá sem forðast þetta og ein-
biínir á sig sem einangraðan einstakling væri þá líkur manni sem
ætlar sér að ferðast um Evrópu alla eftir korti af Sjálandi, svo snúið
sé við líkingu Kierkegaards. Raunar hefur Kierkegaard sjálfur í
bakhöndinni slíka mynd af stefnu og gangi sögunnar, en það er ein-
mitt sú sem er byggð inn í kristna kenningu, með áföngunum
syndafalli, holdtekju og endurlausn. Vissulega birtast þessir áfang-
ar á sinn hátt einnig í söguskoðun Hegels, en eru þar ekki teknir
eins bókstaflega, heldur túlkaðir á táknrænan hátt. Og það er ein-
mitt þetta sem fer mest fyrir brjóstið á Kierkegaard í fræðum
Hegels: Að hann skuli fella kristindóminn inn í díalektík sögunnar
og sjá í honum ákveðinn áfanga á leið heimsandans og þá sem fyrir-
bæri er hljóti óhjákvæmilega að spretta fram við ákveðnar forsend-
ur og síðan á vissan hátt að vera leystar af hólmi af heimspekinni
sem túlkar þau táknrænu sannindi sem í honum felast með heim-
spekilegum hugtökum. Kierkegaard snýst hatrammlega gegn
þessu og leggur áherzlu á að kristin trú sé engin annars flokks
þekking, heldur taki hún einmitt við þar sem þekkinguna þrýtur og
við stöndum andspænis hinu fjarstæðukennda líkt og Abraham
forðum. Trúin er spurning um vilja, hvort við þorum að taka stökk
út fyrir heim hins röklega, því með líkum og röksemdum einum
getum við ekki mjakað okkur inn í hana. Kristindómurinn er þann-
ig að sögn Kierkegaards ekki kenningakerfi heldur „tilveru-
boðskapur" (eksistensmeddelelse), og þótt hann vísi til sögulegra
atburða felst hann öðru fremur í því að standa andspænis og í sam-
tíðni (samtidighed) við það sem er ávallt utan allrar sögu. I því sam-
20 — Skírnir