Skírnir - 01.09.1987, Page 101
SKÍRNIR
ARFUR HEGELS
307
munna og verða að láta sér nægja að horfa á skuggamyndir á vegg
sem þeir halda að sé allur raunveruleikinn. En þá var og gefið í skyn
að með hjálp heimspekilegrar hugsunar gætu þeir kannski fundið
leið til að losa sig úr hlekkjunum, snúið baki við skuggamyndunum
og leitað upp í Ijósið útifyrir og komist þar að því, hvað væri raun-
veruleiki.
Ef við heimfærðum þessa mynd upp á nútímann, þá yrðum við
að hugsa okkur, að einhver hefði velt steini fyrir hellisopið og lok-
að leiðinni út í dagsljósið, en blysin fyrir aftan mennina hefðu verið
slökkt. Kannski væri búið að kveikja á einhverjum neonljósum,
þannig að fangarnir geta nú horfzt í augu og virt hver annan fyrir
sér. En auglit þeirra tengir þá ekki saman í bróðerni og gagnkvæmri
viðurkenningu, heldur eru þeir dómarar og böðlar hver annars (og
öllum að sjálfsögðu ofaukið). Við erum nefnilega stödd í víti
Sartres. Það er svolítið freistandi að tefla gegn þessari mynd ann-
arri, einnig nokkuð frægri úr sögu heimspekinnar, en það er sú
mynd sem Hegel lýkur með riti sínu, Fyrirbrigðafræði andans. Þar
er sögu mannkynsins líkt við Bakkusargöngu þar sem enginn
göngumanna er ódrukkinn.
Ef við heimfærum þessa mynd einnig upp á nútímann verðum
við að vísu að viðurkenna, að það er farið að renna af mörgum og
kannski jafnvel talsvert af þeim dregið. Kannski að heimspeki Heg-
els geti veitt okkur eitthvað af þessum guðmóði, a. m. k. hjálpað
okkur að rjúfa okkar existensíölsku einangrun og skynja okkur
sem lið í stærra samhengi. Þegar við höfum í huga að tilvistarspekin
er sprottin af mótmælum gegn kerfi Hegels, ætti það í rauninni eftir
díalektík Hegels að vera verkefni okkar að finna „syntesu" eða sátt
milli hennar og kerfisins, þar sem hin andstæðu sjónarmið gætu
eflzt hvort af öðru og kannski náð saman í því markmiði er hann
lýsti með orðunum „það þarf að gera hið skynsamlega raunveru-
legt“.