Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 109
SKÍRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL
315
orsaka og afleiðinga. Samkvæmt þessum natúralisma eru veröldin
og veraldarsagan eins konar púsluspil; með því að raða saman
staðreyndum eftir ákveðnum reglum fengjum við út ákveðna
mynd af heiminum eins og hann er. Hinn mennski veruleiki væri
þá ofurseldur lögmálum sem vísindin ættu að geta skýrt, og mann-
eskjurnar væru á valdi afla sem þær sjálfar réðu engu um. Með vís-
indalega tækni að vopni gæti hin rökvísa skynsemi efnisvísindanna
náð tökum á gangverki mannlífsins og tekið að sér að stýra gangi
sögunnar í framfaraátt, en mennirnir sjálfir væru eins og hver önn-
ur valdalaus peð í veraldarmaskínunni.
Sérhver existentíalisti eða tilvistarsinni hefur risið gegn þessari
tæknilegu vísindahyggju, lagt sig allan fram um að sýna fram á þá
reginblekkingu sem hún hvílir á. Hún kyndir undir þeirri sjálfslygi
að manneskjurnar geti raunverulega ekki af eigin frumkvæði haft
áhrif á gang mála í heiminum; að allar hversdagshugmyndir manna
og skoðanir á lífinu séu ekki annað en yfirborðsfyrirbæri, eins og
reykur eða hávaði sem stafar frá vélum; að enginn skilningúr sé til
nema sá einn sem tæknileg rökvísi aflar og miðlar; að tæknileg efn-
isvísindi standi undir stöðugum framförum á öllum sviðum og séu
þess vegna það sem mestu skipti fyrir manninn.
Sigurður Nordal beinir víða spjótum sínum að þessari vísinda-
og framfaratrú. I Einlyndi og marglyndi tekur hann kröftuglega
undir með Sören Kierkegaard og hafnar því að hinn „andlægi sann-
leikur", hinn hlutlægi sannleikur vísindanna, sé sá sem mestu skipti
fyrir mennina.11 Sigurður segir: „En annars er spurningin um eðli
hins andlæga sannleika ekki líkt því eins mikilvæg og rökfræðing-
um hættir við að halda, því að hann nær aðeins yfir lítið svið mann-
legs lífs. Að mestu leyti lifum vér á skoðunum, möguleikum, sann-
færingu og trú.“12 Sá sannleikur sem máli skiptir er sannleikur fyrir
einhvern, sannleikur sem krefst sannfæringar, að menn leggi sjálfa
sig að veði. Hið „andlæga (vísindalega) sjónarmið" dugar mönnum
ekki. Sigurður skýrir þetta svo:
Þegar þess er gastt, að sannfæring manna í öllum þeim efnum, sem varða
mannkynið mestu, í siðferðisefnum, trúarefnum, stjórnmálum, lífsstörf-
um, lífsskoðunum, er af þessu tægi, að menn leggja líf sitt og krafta í þjón-
ustu þessara sannfæringa, og oft þykjast við reynsluna fá sannanir, sem eru
eins óyggjandi og nokkur rökfræðileg sönnun getur verið, þá er ekki furða