Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 111
SKIRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL
317
þægindi, hefur einmitt tekið frá þeim trúna á aeðri veruleika, annað líf og
guðseðli sálarinnar. Þetta var sólskinið, sem mannkynið virðist ekki geta
lifað án. Afleiðingarnar hafa verið tómleikur og bölsýni meðal menta-
manna og rithöfunda, sem svo hafa breiðst út meðal almennings, og alls-
konar örþrifaráð, sem menn hafa gripið til. Menn hafa flúið frá vísindunum
yfir í trúarbrögðin, og þó það hafi bjargað sálum margra, hefur það líka
knúið þá til þess að trúa gegn allri skynsemi og breyta eftir því sem þeir ekki
trúðu. (EM, s. 13)
Viðleitni Sigurðar í Einlyndi og marglyndi er einmitt að „leggja
einn lítinn stein“ í undirstöðu lífernislistarinnar (EM, s. II).14
Höfuðvandi þessarar listar verður að skýra þau öfl sem eru að verki
í hverri manneskju svo að hún sjálf geti af eigin rammleik mótað
sína eigin lífsstefnu, orðið hæfari til að glíma við þversagnir eigin
tilvistar og umfram allt orðið næmari á það sem gefur lífinu gildi.
Einlyndi og marglyndi eru tákn Sigurðar fyrir þann vanda sem
okkur er á höndum.151 Líf og dauði leitast Sigurður hins vegar við
að skýra beinlínis sjálfa hugsunina sem knýr hann til að takast á við
vanda hinnar mennsku tilvistar.
III
Hvaða hvöt knýr menn til að velta vöngum yfir lífinu og tilver-
unni? Það er undrunin yfir því að vera til og vita af því. Það er
spurnin sem grípur hugann þegar upp fyrir manni rennur að maður
skilur ekki, veit ekki hvað máli skiptir í lífinu, og tilveran öll verður
annarleg eða framandi, þ. e. spurnar virði.
Þá rísa spurningar eins og þær sem Sigurður Nordal ber fram í
upphafi erindaflokksins Líf og dauði:
Hvað getum við vitað eða hugsað réttast um tilgang mannlegs lífs og hvern-
ig þeim tilgangi verði náð? Hvað eigum við að meta mest í lífinu? Hverjar
eru leiðirnar til þess að verða sem farsælastir, til sem mestrar gæfu sjálfum
okkur og öðrum? Þetta er í mínum augum merkilegasta vandamálið fyrir
hvern mann, mikilvægasta málið í mannheimi. (LD, s. 3)
Stöldrum nú örlítið við þessar spurningar og leiðum hugann að
forsendum þeirra.
- Spurningarnar eru í senn altækar og einstaklingsbundnar, al-
mennar og persónulegar. Svörin við þeim ættu því bæði að hafa al-