Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 115
SKÍRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL
321
okkar: öllu skiptir hvernig við förum með hugsunina um lífið;
hvernig við hugsum ræður úrslitum um það hvernig lífið verður.
Undir lok þessarar inngangsprédikunar, sem hefur það markmið
að gera hina heimspekilegu prédikun skiljanlega, segir Sigurður:
„Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista,
er framar öllu listin að hugsa, að hugsa frjálslega, af einlægni, djörf-
ung og alvöru." (LD, s. 16)
Stöldrum við þessa síðustu setningu. Hún kann að þykja í meira
lagi háfleyg - með nákvæmlega sama hætti og gjarnan er í málflutn-
ingi prédikara. Og vissulega er Sigurður Nordal að prédika gildi og
mikilvægi hugsunarinnar, enda mælir hann í beinu framhaldi af
þessari setningu til hlustenda sinna: „Þið eruð öll saman heimspek-
ingar, hvort sem þið viljið það og vitið eða ekki.“ Setningin er liður
í prédikun vegna þess að Sigurður er að hvetja viðmælendur sína til
að leggja rækt við hugsun sína — og kann því að mæta kæruleysi.
Hvaða máli skiptir þessi „list að hugsa“? Er hún eitthvað merki-
legri en aðrar listir? Er yfirleitt um list að ræða? Hvað er list? Og
hvað er að hugsa af „einlægni, djörfung og alvöru“? -1 öðru lagi er
verið að halda fram staðhæfingu sem tæpast verður sönnuð,
a. m. k. ekki vísindalega eða hvað? - og prédikarinn mætir hér efa-
semdum. Eru þetta nema falleg orð? Hvaða rök eru fyrir þessari
fullyrðingu? Erum við knúin til að trúa henni? -1 þriðja lagi beitir
prédikarinn málskrúði og leggur sjálfan sig í það sem hann segir:
hann er sjálfur að reyna að hugsa af viti um lífið og tilveruna og
staðhæfir að þetta sé hin „erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list
allra lista“. Hann virðist vera að trana sér fram og verður fyrir að-
kasti, því að hann er eða þykist vera að gefa öðrum fordæmi og set-
ur sig því á háan hest. Gott ef hann verður ekki að athlægi.
Hvaða ályktanir ber nú að draga af þessu? Er þessi hvatning til
að hugsa ekki annað en falleg, órökstudd orð manns sem vill að
aðrir fylgi fordæmi hans? Augljóslega ekki. Sigurður staðhæfir að
listin að lifa sé öllu öðru fremur listin að hugsa. Að hugsa er sem
sagt einn háttur á að lifa. Hugsun er líf, hún er ekki handan lífsins,
heldur einn háttur lífsins á að mótast eða þroskast.
Heimspeki Sigurðar sver sig í ætt við hughyggju með nákvæm-
lega sama hætti og tilvistarheimspeki Sartres. Það er hugsunin um
21 — Skírnir