Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 122
328
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
talar um „angist“ í þessu sambandi, Camus um „fjarstæðukennd“,
Sartre talar um „ógleði“, en Sigurður Nordal leggur mest upp úr
því sem hann nefnir „andlega reynslu". Angistin, fjarstæðan,
ógleðin og hin andlega reynslu eru ekki sambærilegar nema að einu
leyti: þær eru hver með sínum hætti uppsprettur viðleitni til skilja
hina mennsku tilveru og viðleitni til að móta sér sjálfráða lífsstefnu.
Frelsi, ábyrgð, val eru hér lykilhugtök, en afstaðan til þeirra er ólík
eftir grunnreynslu manna af tilvistinni. „En völ er sálarháski hjá
Kierkegaard, hjá Sigurði er hún ævintýri“, segir Þorsteinn Gylfa-
son.25 Tilvistaráformið fær allt annan blæ eftir því hvort „angist“
eða „andleg reynsla" kynda undir valinu. Þessi hlið málsins er þó
ævinlega þversagnakennd og torskilin. Aður en við hyggjum að
þversögn hinnar andlegu reynslu hjá Sigurði skulum við líta á þá
hlið tilvistaráformsins sem lýtur að sögunni.
Existentíalisminn er heimspeki einstaklingsins hér og nú and-
spænis röklausri tilveru sinni annars vegar, en kerfinu hins vegar.
Hvernig getur slík heimspeki skýrt fyrir okkur söguna? Hvers
konar saga er það sem existentíalistar geta séð og vilja skrifa? Það
er ekki, eins og menn kynnu að halda, fyrst og fremst persónusaga
sem miklar afreksverk einstaklingsins. Einstaklingshyggja exist-
entíalismans lítur ekki á einstaklinginn óháðan aðstæðum sínum í
heiminum, heldur á ákvarðanir hans og andsvör við hinum marg-
víslegu áhrifum sem hann verður fyrir frá raunverulegu umhverfi
sínu.
Sú tegund af sögu sem existentíalistar skrifa er skyldust því sem
Nietzsche kallar „monumentale“ sagnfræði og aðgreinir frá „anti-
quarische" og „kritische“ sagnfræði.26 „Monumentale“ er saga
þess sem er minnisvert, saga tímamóta þegar nýjar manngildishug-
myndir hafa orðið til, þegar menn hafa séð nýja og óvænta mögu-
leika. Það er saga þess sem er reglulega markvert og hefur gildi fyrir
okkur hér og nú: „Vér leitum að sjálfsögðu þeirra verðmæta, sem
liðnar aldir hafa látið oss eftir.“27 A bak við þess háttar sögu býr
vonin um endurreisn, um nýja tíma, endursköpun mannlegra verð-
mæta. Við erum hér í órafjarlægð bæði frá staðreyndahyggju og
lögmálshyggju í sagnfræði. Slík saga er miklu fremur tilraun til að
móta nýja framtíð, hún er „framtíðarsaga" í vissum skilningi, saga