Skírnir - 01.09.1987, Page 123
SKÍRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL 329
sem á að veita okkur nýjan skilning á eigin lífi og stöðu í heimin-
um. 28
I forspjallinu að íslenzkri menningu. vitnar Sigurður til þeirra
orða Jóns Sigurðssonar að í sögu Islands verði atburðirnir „raktir
miklu betur inn í innstu taugar margvíða heldur en menn geta ann-
ars staðar.“ Um þetta segir Sigurður síðan: „aðalhugsun Jóns er
stórbrotin: að gera sögu Islands arðbæra fyrir almenn söguvísindi
með því að sýna stærð hins smáa, skoða hana mannlega, sálarfræði-
lega: rekja atburðina inn í innstu taugar“ (IM, s. 21). Hvað felst í
þessu að rekja atburðina inn í innstu taugar? I skrifum sínum um
skáldskap og bókmenntir leitast Sigurður Nordal einatt við að
skilja höfundana sjálfa, lifa sig inn í hugarheim þeirra og hugsunar-
hátt, reyna að skilja þá innan frá. Hann víkur reyndar víða að þessu
sjálfur, til að mynda í bókinni um Hallgrím Pétursson29 og hann
hefði kosið að ganga miklu lengra í þessari viðleitni sinni (sbr. for-
málann að bókinni um Snorra30). Og svipað viðhorf finnst mér að
einkenni afstöðu hans til sögunnar: „hinar innstu taugar“ eru hug-
sjónir, verðmæti og lífsafstaða þeirra sem eru gerendur og þolend-
ur sögunnar, manneskjurnar sjálfar sem skapa söguna við tiltekin
skilyrði. Þó að hér sé vitnað til orða Marx þá myndu fáir væntan-
lega vilja telja afstöðu Sigurðar Nordals til sögunnar vera marxíska.
Sigurður var vissulega enginn marxisti. En hann var heldur ekki
sálarhyggjusinni, ef með því er átt við það að reyna að skýra verkin
út frá kenningum um sálarlíf höfundanna.31 Fyrir Sigurði vakir
ævinlega að reyna að skilja hugsunarhátt höfundanna og lífsskoð-
un. Sálarlíf manna er hugsunarháttur þeirra, lífsmat og lífsáform,
og það er sálarlífið í þessum skilningi sem Sigurður hefur mestan
áhuga á: hvernig menn bregðast við aðstæðum sínum og lifa í anda
tiltekinna hugsjóna og gefa þannig lífi sínu ákveðna merkingu og
gildi.
Þetta er hliðstætt við það sem existentíalistar eins og Sartre gera.
I Gagnrýni tvísýnnar skynsemi32 sakar Sartre kerfismarxista um að
vanrækja hin ýmsu og ólíku tilvistaráform manna og rekja hugsun-
arhátt þeirra til ákveðinna stéttarstöðu og þar með ytri skilyrða.
Slíkan kerfismarxisma telur Sartre öndverðan hugsjónum og stefnu
Marx sjálfs sem hafi oft og einatt reynt að skilja söguna innanfrá, í