Skírnir - 01.09.1987, Page 124
330
PALL SKULASON
SKÍRNIR
ljósi þeirra lífsáforma sem gefa athöfnum manna merkingu og
tilgang, í ljósi þess lífsvilja sem knýr hvern einstakling til að taka af-
stöðu og ákvarðanir - hvort sem hann gerir það af heilindum eftir
bestu sannfæringu eða af óheilindum til að dylja fyrir sjálfum sér og
öðrum frelsi sitt.
Hér komum við að einu grundvallaratriði sem gengur eins og
rauður þráður í gegnum allan existentíalismann - og er í senn afar
snúið og einfalt. Það er hugmyndin um endurtekninguna sem
endurreisn og nýsköpun. Þetta atriði kemur fram á ólíka vegu hjá
hinum ýmsu höfundum - Kierkegaard og Nietzsche, Heidegger og
Sartre og einnig hjá Sigurði Nordal. Þessi áhersla á endurtekning-
una helst í hendur við gagnrýni á framfaratrúna sem áður er vikið
að og Sigurður ræðir einnig í íslenzkri menningu:
Ef menning í æðri skilningi er það eitt sem mannar manninn og eflir þroska
þess, sem greinir hann skýrast frá öðrum lifandi verum, eru sumir þættir
hennar bæði varanlegri og mikiivægari en aðrir. I verklegum efnum eru
framfarir ótvíræðar. (IM, s. 30)
Og nokkru síðar segir Sigurður:
Oll tækni og þægindi nútímans eru vanmáttug, ef heimtað er af þeim að
framleiða spámenn, spekinga, skáld og göfugmenni, sem standi Kristi,
Platón, Shakespeare og Spinoza að því skapi framar sem aðbúnaður manna
hefur batnað. Enginn skyldi örvænta, að mannkynið eignist enn jafningja
þeirra. En það verður ekki fyrir efnalegar framfarir einar saman, heldur
nýjar og máttugar andlegar hreifingar. (IM, s. 30)
I andlegum efnum á sér stað endurreisn eða nýsköpun, hnignun
eða dauði, þ. e. viss hringrás, endurtekning sem þó er aldrei fylli-
lega fyrirsjáanleg fremur en lífsáformið, tilvistaráformið sem er að
verki í hverjum hugsandi einstaklingi og er ætíð opið og óvisst uns
dauðann ber skyndilega og óvænt að höndum. Sagan er margriðið
net alls kyns tilvistaráforma, sem við fæðumst inn í, erum hrifin í,
en eigum síðan þátt í að vefa áfram, bæta og breyta hvert með sín-
um hætti. Og hér uppgötvum við þetta merkilega tilvistaráform
sem er að skilja gerð og eðli sögunnar sjálfrar sem hrífur okkur með
sér, innstu taugar hennar, hina fínustu og flóknustu vefi.