Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 126
332
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
svo, sannleikann sem ég legg sjálfan mig að veði fyrir. Það er sann-
leikurinn um merkingu og tilgang lífsins sem máli skiptir, sem sagt
sannleikur hinnar andlegu reynslu. En hvers konar sannleikur er
það? Er yfirhöfuð rétt að segja að hin andlega reynsla miðli sann-
leika, geri okkur ljósan sannleikann um lífið, líf okkar? Kierke-
gaard og Sigurður virðast líta svo á.
Margir hafa orðið til að andmæla þessu, þeirra á meðal Þorsteinn
Gylfason í niðurlagi inngangs síns að Einlyndi og marglyndi. Fyrir
Þorsteini vakir að andmæla kenningu Sigurðar um gildi trúarinnar,
að hún sé æðsta stig hins mannlega þroska. Kenningu sína byggir
Sigurður á andlegri reynslu, reynslu af einhverju æðra - reynslu þar
sem við sjáum blikur af annars konar lífi, reynslu sem geri lífið þess
virði að lifa því. Rök Sigurðar eru þau að þessi reynsla sé óhrekjan-
leg, hún sé - með orðalagi Þorsteins - „eins viss og nokkur reynsla
sem raunvísindin gefa það nafn [...] og við getum gengið úr skugga
um það með því að lifa eins og hún væri sönn reynsla, það er að
segja reynsla af sjálfum sannleikanum“.34 Andmæli Þorsteins eru
þau að „svona viss getur engin reynsla verið“.35 Sams konar rök er
að finna hjá Sartre:
Þið þekkið söguna: engill hafði skipað Abraham að fórna syni sínum.
Allt væri í lagi ef það var raunverulega engill sem kom og sagði: þú ert
Abraham, þú skalt fórna syni þínum. En sérhver getur spurt sjálfan sig: er
þetta ábyggilega engill og er ég ábyggilega Abraham? Hvað sannar mér að
svo sé. Einu sinni var geðveil kona sem haldin var ofskynjun. Það var hringt
í hana og henni voru gefnar fyrirskipanir. Læknirinn spurði hana: „En hver
er það sem hringir til yðar?“ Hún svaraði: „Hann segist vera Guð.“ En
hvaða sönnun hafði hún fyrir því að það væri Guð? Ef engill kemur til mín,
hvað sannar mér að það sé engill? Og ef ég heyri raddir, hvaða sannanir eru
fyrir því að þær komi frá himni en ekki helvíti, eða stafi frá dulvitundinni
eða sjúkdómsástandi mínu? Hver getur sannað að þeim sé beint til mín?36
Þorsteinn fylgir síðan þessum rökum eftir: „Þetta virðist vera
algild regla um reynslu: fyrir skynseminni er sannleikurinn upp-
runalegri en öll reynsla mannkynsins frá upphafi vega. Sannleikur-
inn er frumlegur og reynslan annarleg og nærist á honum.“37 Og
þessi hugmynd um sannleikann verður Þorsteini tilefni til að taka
á vissan hátt undir kenningu Sigurðar um trúna.38
Eg held að Þorsteinn hafi rétt fyrir sér að kenning Sigurðar um