Skírnir - 01.09.1987, Qupperneq 128
334
PÁLLSKÚLASON
SKIRNIR
ingu eða nánar sagt sem óendanlegt verkefni: að komast til fullrar
meðvitundar um sjálf okkur og veruleikann, sigrast á öllum blekk-
ingum, allri sjálfslygi, öllum óheilindum, sem sagt verða sannar
manneskjur. Sannar manneskjur eru ábyrgar fyrir því sem þær
segja og gera, ábyrgar fyrir því hvernig þær umgangast sannleik-
ann, hvernig þær vinna úr reynslu sinni og glæða lífið merkingu og
birtu.
Tilvísanir
1. Að minnsta kosti ekki í sama skilningi og Kierkegaard, Nietzsche,
Jaspers, Heidegger og Sartre hafa verið kenndir við þessa stefnu. Um
hitt má einnig deila hvort þeir hafi verið tilvistarheimspekingar í ná-
kvæmlega sama skilningi. Eg tel svo ekki vera, en of langt mál yrði að
ræða það hér.
2. Líf og daudi, Reykjavík 1940, s. 17. Skammstafað hér eftir LD ímegin-
máli.
3. Skiptar skoðanir, Reykjavík 1960, s. 75.
4. Jean-Paul Sartre: L’existentialisme est un humanisme, París 1946, s. 22.
5. Otal inngangsrit eru til um þessar kenningar. Eg vil benda áfjögur: In-
troduction aux existentialismes eftir Emmanuel Mounier (París 1946),
Irrational Man eftir William Barrett (New York 1958), Existentialism
eftir John Macquarrie (New York 1972) og Eksistentialisme eftir Jo-
hannes Slok (Kaupmannahöfn 1964). - Heiti stefnunnar er dregið af
þeirri sérstöku notkun orðsins „existence" („Eksistens") sem rakin er
til Kierkegaards.
6. Sbr. „Starf fræðimannsins", í Mennt og máttur, Reykjavík 1973. - Eg
vík að andlegum skyldleika þeirra Webers og Sartres í greininni „Sið-
vísindi og læknisfræði" í Lœknabladinu, 65. árg. 2. tbl., 1979, s. 73-76.
(Einnig í Pcslingum, Reykjavík 1987, s. 174-177.)
7. Skiptar skoðanir, s. 25.
8. I annarri grein hef ég fjallað um heimspeki Sigurðar Nordals almennt
og tengsl hennar við íslenska menningu, sjá „Heimspekin og Sigurður
Nordal“, í Tímariti Máls og menningar, 45. árg. 1. hefti, 1984, s. 29-36.
(Einnig í Pælingum, Reykjavík 1987, s. 107-116.)
9. Sbr. E. Husserl: Philosophie als strenge Wissenschaft, 1911.
10. Sbr. L. Wittgenstein: Tractatus logico-philosophicus, 1921.
11. Margvíslegar tilvísanir Sigurðar í rit Kierkegaards sýn að hann var í
senn aðdáandi hans og lærisveinn, sbr. inngang Þorsteins Gylfasonar í
Einlyndi og marglyndi, s. xxviii.
12. Einlyndi og marglyndi, Reykjavík 1986, s. 129. Hér eftir skammstafað
EM í meginmáli.