Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 129
SKÍRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL 335
13. Fornar ástir, fyrsta útgáfa Reykjavík 1919, önnur útgáfa 1949, en þá
kom eftirmálinn sem hér er vitnað til, s. 161.
14. Hugmyndina um lífernislistina sækir Sigurður til Christens Collin, sjá
inngang Porsteins Gylfasonar í Einlyndi og marglyndi, s. xxvii. Collin
þessi var uppfullur af vísindatrú og leit á lífernislistina sem hagnýtingu
vísinda, en eins og Þorsteinn bendir réttilega á þá vottar ekki fyrir vís-
indatrú í Einlyndi og marglyndi. „Það er öðru nær: það er höfuðein-
kenni á bókinni að lífernislistin er einmitt list en ekki vísindi“, s.xxix.
15. Ein höfuðrót þessa greinarmunar einlyndis og marglyndis er greinar-
munur Kierkegaards á listrænni og siðrænni lífsskoðun, sjá EM, s. 17.
Þessi sami greinarmunur er einnig mikilvægur hjá Sartre sem lítur á
siðferði og list sem hliðstæður og líkir siðferðilegri ákvörðun við sköp-
un listaverks, sjí L’existentialisme est un humanisme, París 1946, s. 75-
77. Um þetta efni og siðfræði tilvistarstefnunnar, sjá fyrirlestur Vil-
hjálms Arnasonar, „Einstaklingur, samfélag og siðfræði", í Félagi
áhugamanna um heimspeki, desember 1983. (Þættir og erindi, Háskóli
íslands 1987.)
16. Sjá René Descartes: Meditationes deprimaphilosophia (1642).
17. I ritgerðinni La transcendance de l’ego (1936) hefur Jean-Paul Sartre
gert góða grein fyrir þessari staðreynd um vitundina sem hér er lýst.
18. Það sem ég lít á sem einn meginkostinn á umræðu Sigurðar um dauð-
ann og annað líf hafa aðrir litið á sem megingalla hennar, sjá bækling-
inn Nokkrar athugasemdir um bók Sig. Nordals „Líf og dauði“ eftir
Kristin Daníelsson, Reykjavík 1944. Höfundurinn sakar Sigurð um að
sniðganga mikilvægustu rökin eða sannanirnar fyrir öðru lífi.
19. Sigurður segir á einum stað að hjátrúin sé „í því fólgin að viðurkenna,
að fleira sé milli himins og jarðar en sálfræðingar og náttúruspekingar
hafa enn þá komið lögum yfir, gefið grísk eða latnesk heiti og skipað á
sinn stað í heimsmynd sinni. Það er oft á orði haft, að Islendingar séu
furðu hjátrúarfullir, ekki meiri trúmenn en þeir eru að öðru leyti. Má
vera að í því kenni nokkurs sjálfræðisanda, því að hjátrú hafa menn
ekki, fremur en hjákonur, nema af frjálsum vilja og fúsum, og hver
maður fær þar að fara sínar eigin götur“. Formáli Gráskinnu í Grá-
skinnu hinni meiri, Reykjavík 1983 (3.útg.), s. vii.
20. Sjá nánar um þetta í inngangi Þorsteins Gylfasonar að Einlyndi og
marglyndi, s. xxxv.
21. Sbr. kvæðið „Fjóstrú“ eftir Grím Thomsen.
22. Franska orðið yfir þetta er „projet existentiel“. Hér er ekki um það að
ræða að setja sér markmið í lífinu, heldur felur það að vera til í sér að
menn áforma tilvist sína. Tilvistin er áformið að vera til. Fyrir tilvistar-
sinna eru þetta frumsannindi og hann hugsar og lifir eftir þeim.
23. Þetta á við L’étre et le néant (1943) og Critique de la raison dialectique
(1960), en ritverkinu um Flaubert tókst Sartre að ljúka.
24. Sbr. Sein und Zeit, Tubingen 1967 (ellefta útg.), s. 134.