Skírnir - 01.09.1987, Page 132
338 SIGURBJÖRN EINARSSON SKÍRNIR
heldur að gera því skil, vænti ég, en aðrir eru dómbærari á það en
ég-,
Ég hef gripið á þessu, sem nú var sagt, til þess að minna á, að um-
ræðuefnið er víðtækt. En um hitt er ég ekki í neinum vafa, hvernig
sú spurning er hugsuð, sem mér er ætlað að fjalla um. Hún beinist
að því, hver sé aðstaða kristinnar trúar gagnvart þeim veruleik og
veruleikatúlkun, sem byggist á vísindalegum niðurstöðum og
tæknin mótar leynt og ljóst, sá áþreifanlegi og yfirþyrmandi raun-
hæfi árangur af vísindalegum viðhorfum og vinnubrögðum, sem
blasir við hverju auga í tæknivæddum heimi og markar daglegt líf
gagngert.
Engum dylst, að hér hefur orðið stórkostleg umbylting. Og þó
að hún hafi verið lengi í aðsigi þá hefur hún verið svo ör og stórvirk
á næstliðnum áratugum, að varla verður jafnað til neins sem áður
hefur gerst á sama sviði. Hún er svo atkvæðamikil, að það er tæp-
lega á færi manna að gera sér fulla grein fyrir því, hversu djúpt hún
ristir eða rista mun í tilfinningalífi, sálarlífi mannkyns. Sá heimur
tækninnar, sem vér lifum í, er nýr, sú veröld, sem t. d. ég hef á mínu
æviskeiði borist inn í með asahraða, er nýr veruleiki á þessum
hnetti. Og það er einnig skömm reynsla komin á það, hvernig
mannkyni farnast við þessar aðstæður, ef það fær að lifa.
Þetta „ef“ er ekki hortittur í þessu sambandi, ekki trúarlegt orða-
tiltæki. Það vita allir. Þetta er stórt og alvarlegt „ef“. Og það er
nýtt, það á uppruna og rök í þessum nýja heimi vísinda og tækni,
en kom mjög svo óvænt yfir hann, aftan að flestum, þvert á allar
spár, hugboð og útreikninga.
Ég tek dæmi af sjálfum mér: Þegar ég fyrir um það bil 60 árum
komandi lengst austan úr sveitum og hafandi riðið hrossi að hætti
forfeðranna langa leið, þar til ég komst á þann áfangastað austur í
Hvolhreppi, þangað sem bílar gátu skrölt lengst frá Reykjavík á
ruddum troðningum, þá lagði bensínþef fyrir vit mín, hann yfir-
gnæfði hinn kunna vorilm úr grasi og var góður þefur, lykt af
menningu, seiðmögnuð angan, sem boðaði gott og ekkert nema
gott. Og þegar maður kom hingað til bæjarins á haustin, þá var
kolareykurinn yfir húsunum, rykið, sem þyrlaðist upp undan bíl-
unum, skröltið við höfnina og á götunum, allt annað en ónotaleg
kveðja, hún var upplífgandi, þrungin af hýrum fyrirheitum, hér var