Skírnir - 01.09.1987, Side 138
344
SIGURBJORN EINARSSON
SKÍRNIR
gaum. Kristin kenning er byggð á fornum ritningum, málfar kirkj-
unnar er mótað af þeim og þær urðu til í veröld, sem var, og er
framandi nútímanum. Tungutak þeirra fornaldarmanna, sem settu
saman þessar helgu bækur, er oft annarlegt. Hugmyndir þeirra um
heiminn virðast víðs fjarri öllum sanni í ljósi þeirrar þekkingar, sem
vér eigum nú.
Allt þetta er sök sér og þarf ekki að loka fyrir skilning á því, að
hér sé um miklar bókmenntir að ræða. Og ef þær eru aðeins skáld-
skapur má meta hann svo langt sem það hrekkur. En láti menn þar
við sitja, þá fara þeir á mis við það, sem ber þessar bókmenntir
uppi. Þær eru einhliða trúarlegar og sjálft lífið í þeim er þess háttar
innblástur, sem tilheyrir trúarlegu sviði. Þær eru fæddar af þeirri
vitund, að þær birti guðleg sannindi. Og þess vegna eru þær helgar
ritningar í augum og meðförum kristinna manna.
En margskonar misskilningur getur flækt þetta mál. Það er mis-
skilningur, að þessar ritningar flytji óskeikul goðmæli um hvað
sem er. Þær gera hvergi sjálfar tilkall til slíks. Þær telja sig eiga allt
annað erindi en að upplýsa um staðreyndir af hvers kyns tagi, hvort
sem þær snerta náttúrufyrirbæri eða mannlega sögu. Hver slík
upplýsing er aðeins umgjörð eða smíðaefni, sem hentar til þess að
koma ákveðnum boðskap til skila.
Meðal rita Biblíunnar eru skáldverk, svo sem Jobsbók og Sálm-
arnir. Þau er vandalaust að flokka undir ákveðna bókmenntagrein,
svo sérleg sem þau eru að öðru leyti. En mikill hluti Biblíunnar er
saga og útlegging á jarðneskum atburðum.
I hvaða skilningi er sú saga sönn?
Goðsagnir, mýtur, eru skáldskapur í sérflokki og fer mikið fyrir
þeim í heimi trúarbragða. Þær eru í engum tengslum við sögulegan
veruleik og er ekki ætlað að vera það.
Nágrannaþjóðir Hebrea áttu stórbrotnar goðsagnir. Atkvæða-
mestu goð þeirra voru, eins og fjölmörg önnur víðsvegar um heim,
persónugerð fyrirbæri og öfl í náttúrunni. Höfundar Biblíunnar
voru að sjálfsögðu kunnugir goðfræðum nágranna sinna og hafa
oft hliðsjón af þeim. Sameiginlegar erfðir semitískra fornþjóða
gægjast sums staðar fram í máli þeirra en eru þá mjög ummótaðar