Skírnir - 01.09.1987, Page 139
SKÍRNIR
KRISTIN TRÚ Á TÆKNIÖLD
345
samkvæmt kröfum óbilgjarnrar eingyðistrúar og sérmótaðra sið-
gæðisviðhorfa. Og víða kemur fram hvöss og bitur gagnrýni og
andóf gegn trúarhugmyndum og trúarháttum grannþjóðanna.
Biblían er sérstæð meðal trúarbóka að því leyti m. a., að hún
fjallar mest um mennska menn, ekki goðverur. Hún rekur sögu
þjóðar, sem að eigin mati er ekkert úrvalskyn. Sú þjóð fær ekki
köllun og hlutverk sakir kyngöfgi sinnar (sbr. hugmyndir nazista
og Nýalssinna um yfirburði Aría). Hún eignast hetjur og skör-
unga, en þeir eru undantekningarlaust mjög mannlegir, brestóttir
og hrösulir. Þar eru líka varmenni, hvergi dregin fjöður yfir það.
Saga Israels, eins og Biblían rekur hana, er tiltakanlega jarðnesk, þó
að Guð sé gerandinn í henni og hann sé alls staðar í nánd. Hún ger-
ist ekki á einhverju annars heims plani, sem mannleg rannsókn nær
hvergi til.
Þegar litið er á Nýja testamentið sér í lagi, þá komumst vér þar í
kynni við raunverulegt fólk, fiskimenn, bændur, tollverði, hús-
mæður, portkonur, presta, fræðimenn. Og allt, sem þar gerist, er
rammað inn í almenna sögu mannkyns, það er ótvírætt og öruggt,
hvenær Jesús er uppi, hann fæðist þegar Agústus er keisari í Róm
og Kýreníus landsstjóri á Sýrlandi, hann deyr, þegar Pontíus Píl-
atus hefur völd í Jerúsalem.
Þetta taka guðspjöllin fram. Þessar og aðrar upplýsingar af líku
tagi geta sagnfræðingar tekið til vísindalegrar rannsóknar og margt
annað í þessum heimildum er unnt að kanna með viðteknum að-
ferðum vísinda. Þetta eru m. ö. o. alvöruheimildir frá sagnfræði-
legu sjónarmiði.
Mýtur eða goðsagnir kryfja menn ekki á þann veg. Goðsagan um
Ósíris og Isis og skyldar goðverur, sem deyja árlega og rísa upp
hvert ár, er sagan um lífið og dauðann í náttúrunni, síendurtekin,
lögmálsbundin. Sú saga var flutt í íburðarmiklu helgihaldi til þess
að tryggja það, að frjómagn lífsins héldi sínum hlut, að ekki hallað-
ist á það í hinni ævarandi hringrás. Goðin tákna það, sem er alltaf
að gerast. En í sagnfræðilegum skilningi hefur saga þeirra aldrei
gerst.
Slíkar sögur finna menn ekki í Biblíunni.