Skírnir - 01.09.1987, Side 143
SKIRNIR
KRISTIN TRÚ Á TÆKNIÖLD
349
vitnisburður heimildanna um Jesú sé í samræmi við skilning hans
á sjálfum sér, hvort þær séu sannar í þeirri merkingu. Fátt eða ekk-
ert í mannlegum fræðum hefur verið eins þaulrætt og þetta. Og
þess er ekki að vænta, að það verði tekið af dagskrá í bráð sem út-
rætt og afgreitt mál. En öll sú umræða, ef fordómar ráða ekki ferð-
inni, bendir í sömu átt: Það er áhrifamáttur raunverulegs manns að
baki alls, sem guðspjöllin geyma og önnur rit Nýja testamentis,
persónu, sem bjó yfir knýjandi, andlegu valdi. Og það áhrifavald
byggðist á sjálfsvitund, sem setti mönnum úrslitakosti um afstöðu.
Hann túlkaði líf sitt og hlutverk, allt, sem hann gerði og allt, sem
fram við hann kom, á þann veg, að samtíðin varð að taka afstöðu
með eða móti. Hann las merkingu lífs síns út úr þeim ritningum
þjóðar sinnar, sem fólu í sér fyrirheit um komu Guðs smurða og
ríkis hans. Hann mótaði þær hugmyndir að nýju, gekk í berhögg
við hefðbundinn skilning: Leið Guðs ríkis til sigurs var fórnar-
braut, krossganga.
Um viðbrögð og viðhorf til hans skipti í tvö horn, eins og kunn-
ugt er. Jesús skilaði sér ekki inn í söguna um hendur eða hugsun
Kaífasar og Pílatusar, heldur aðeins fyrir meðalgöngu manna, sem
stóðu honum næst, höfðu gefið honum trúnað sinn, elskuðu hann
heilu hjarta og voru reiðubúnir, eins og hann, að leggja líf sitt að
veði fyrir því, að þeir færu með satt mál, sannleik, sem varðaði alla
menn meira en allt annað. Og það sem réði úrslitum um eldmóð
þeirra var bjargföst sannfæring um það, að hann væri risinn upp frá
dauðum.
Sem sagt: Túlkun enn og aftur, vitund smiðsins frá Nazaret um
sjálfan sig, túlkun hans á stöðu sinni og hlutverki, og endurskin
þeirrar sjálfsvitundar með þeim, sem gáfu sig honum á vald.
Er þetta traustur grunnur?
Því svara engin vísindi. Kristin trú getur ekkert sannað. Það til-
heyrir lífsskilyrðum hennar í þessum heimi. Og sú staða hefur ekki
komið upp í þeirri veröld tækni og vísinda, sem vér lifum í. Krist-
inn dómur hefur aldrei átt við annan kost að búa.
Postulinn sagði forðum, að kristin trú væri Gyðingum hneyksli
og Grikkjum heimska. Þá átti hann raunar ekki við það, að hana
skorti rökstuðning eða fótfestu í almennum skilningi. Hann á við
hitt, að boðskapur hennar sé svo stór í broti, tilboð hennar, svar