Skírnir - 01.09.1987, Page 151
JÓN Þ. ÞÓR
íslandsför æfingadeildar
breska flotans sumarið 1896
i
Deilur Íslendinga og Breta vegna útfærslu íslensku fiskveiðilög-
sögunnar í 50 og síðan 200 sjómílur á árunum 1972-1976 urðu til
að vekja áhuga sagnfræðinga á fyrri deilum þjóðanna á þessu sviði,
og litu nokkrar nýjar ritsmíðar um þær dagsins ljós. Fyrst ber þar
að nefna rit Björns Þorsteinssonar, Tín þorskastríð 1415-1976, en
Björn hafði forystu um rannsóknir á sögu hafréttarmála íslendinga
og aflaði m. a. til þeirra gagna úr breskum skjalasöfnum. Fyrir til-
mæli Björns og með stoð af aðdráttum hans birti Gísli Agúst
Gunnlaugsson árið 1980 ritgerðina Fiskveiðideila íslendinga og
Breta 1896 og 1897. Bresk flotadeild vitjar íslands.1 Tveim árum
síðar, 1982, kom svo út bók eftir höfund þessara lína, Breskir
togarar og íslandsmið 1889-1916. Sú bók var ekki samin í samráði
við Björn, en hann veitti höfundi góðfúslega leyfi til að nota þær
heimildir, sem hann hafði dregið að, og gaf góð ráð. Á sama hátt
ræddum við Gísli oft ýmis vandamál, sem upp komu í rannsókn-
inni, og leikur ekki á tvennu að ég naut þess að vera síðastur til að
birta niðurstöður.
Efnistök okkar þremenninganna voru á margan hátt ólík, enda
var tilgangurinn með ritsmíðunum þrem engan veginn sá sami.
Björn hugðist upphaflega semja „litla bók“ til nota við kennslu, en
úr varð yfirlitsrit yfir sögu landhelgis- og hafréttarmála íslend-
inga.2 Gísli takmarkaði ritgerð sína við heimsóknir bresku skóla-
flotadeildarinnar til íslands sumurin 1896 og 1897, með það fyrir
augum að „rýna betur en áður hefur verið gert í skjöl um breska
stjórnarstefnu í áðurgreindum átökum“.3 Eg hugðist hins vegar
skrifa sögu breskra togara á íslandsmiðum, og er áðurgreint rit að-
eins fyrsti hluti þess verks.