Skírnir - 01.09.1987, Síða 155
SKÍRNIR
ÍSLANDSFÖR BRESKA FLOTANS
361
III
Danakonungur staðfesti lög Alþingis frá 1894 um bann við botn-
vörpuveiðum 10. nóvember 1894.8 Eins og vænta mátti fylgdust
Bretar vel með framvindu málsins. I desember 1894 gaf fiskveiði-
deild breska verslunarráðuneytisins (The Board of Trade) út dreifi-
bréf um lögin og sagði þar, að þau myndu að líkindum ganga í gildi
í febrúar 1895. Bréfinu var dreift til togaraskipstjóra, sem talið var
að myndu halda á Islandsmið, til ýmissa aðila í breskum sjávarút-
vegi og þann 1. janúar 1895 var það sent flotamálaráðuneytinu.9
Yfirvöld utanríkis- og flotamála á Bretlandi virðast hafa farið sér
hægt í þessu máli fyrst í stað. Vafalítið hafa þau viljað bíða átekta
og sjá, hvernig nýju lögunum yrði framfylgt. Nær miðju ári 1895
komst þó nokkur hreyfing á málið. Hinn 10. júlí það ár ritaði Sir
Charles S. Scott, sendifulltrúi Breta í Kaupmannahöfn, bréf til Sal-
isburys lávarðar, forsætis- og utanríkisráðherra Breta. Þar skýrði
hann frá því, að hann hefði hitt að máli Reedtz Thott barón, for-
sætisráðherra Danmerkur. Forsætisráðherrann hefði sagt honum
frá því, að í tilefni af orðsendingu frá Scott, hefði hann rætt við
Nellemann íslandsráðgjafa um nýju íslensku landhelgislögin og
framkvæmd þeirra, og að þeim yrði ekki breytt nema Alþingi setti
ný lög um þetta efni.
Scott hafði það eftir Reedtz Thott, að Nellemann teldi að milda
mætti framkvæmd laganna með því að túlka orðið „neyð“ (d. nod)
með enska orðinu „need“. Það orð væri mun teygjanlegra en enska
hugtakið „in distress", sem er orðrétt þýðing á íslenska orðinu
neyð.10 Væri það gert, gætu lögin heimilað skipum að leita hafnar
til almennra viðgerða og til að taka kost, ís og vatn.
Þeir Scott og Reedtz Thott ræddu málin síðan fram og aftur og
tóku ýmis hugsanleg dæmi til athugunar. Benti danski forsætisráð-
herrann m. a. á, að dönsk yfirvöld gætu haft talsverð áhrif á gang
dómsmála á Islandi. Undir lok samtalsins benti Reedtz Thott á
leið, sem Scott sagði Nellemann hafa hafnað, en hann sjálfur taldi
mikilvæga. Þeim hluta samtalsins lýsti sendifulltrúinn svo:
Loks drap Reedtz Thott á aðra tillögu, sem Nellemann hafði hafnað, en
sem mér virðist skipta miklu.
Hann sagði frönsku ríkisstjórnina hafa þann sið að senda skip, sem not-