Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 158
364
JÓN Þ. ÞÓR
SKÍRNIR
Æfingadeildin breska sigldi inn Faxaflóa 28. júní 1896 og lagðist
við akkeri á legunni við Reykjavík morguninn eftir.19 Fyrstu dag-
ana virðast Bretar hafa farið sér hægt og leitast við að kynna sér
ástand mála, en hinn 4. júlí héldu þrjú skipanna, Calypso, Champi-
on og Volage, í könnunarferðir með ströndum fram. Þegar þau
komu aftur til Reykjavíkur, gáfu skipherrarnir G. L. Atkinson,
yfirforingja flotadeildarinnar, skýrslu um ferðir sínar og hvers þeir
hefðu orðið vísari.
Volage varð fyrst til að snúa aftur og er skýrsla skipherrans dag-
sett í Reykjavík 7. júlí. Þar segir, að skipið hafi haldið norður með
vesturströndinni og 4. júlí mætti það breskum línuveiðara og kútt-
er frá Plymouth. Skipherrann á Volage fór um borð í bæði skipin,
en varð einskis vísari um veiðar togara. Fíinn 5. júlí kom Volage til
Patreksfjarðar og hafði skipherrann tal af kaupmönnunum Wil-
liams og Bachmann, sem tjáðu honum, að þangað hefðu engir
togarar komið, að engin vandræði stöfuðu af enskum sjómönnum,
og að þeir hefðu ekki heyrt, að togarar hefðu verið teknir fyrir
landhelgisbrot.20 Var og varla við því að búast, því breskir togarar
munu ekki hafa hafið veiðar á Vestfjarðamiðum fyrr en þrem árum
eftir að Volage var á ferð á Patreksfirði.21 Að svo búnu sneri Volage
aftur til Reykjavíkur og kom þangað nær miðjum aftni hinn 6. júlí.
Um ferð Champion gegnir líku máli og Volage. Skipin höfðu
samflot vestur fyrir Látrabjarg, en þar skildust leiðir og Champion
hélt áfram norður með Vestfjörðum, allt norður að Straumnesi.
Þegar þangað kom að morgni 5. júlí sáu skipverjar hafís um 10 sjó-
mílur til norðvesturs. Því var afráðið að halda inn á Onundarfjörð,
þar sem lagst var við akkeri framundan hvalveiðistöðinni á Sól-
bakka. Þar hittu skipverjar fulltrúa bresks fiskkaupafyrirtækis að
máli. Síðan var haldið til Dýrafjarðar, þar sem skipherra dönsku
skonnortunnar Ingolf, sem var á leið til Jan Mayen til vísindarann-
sókna, fræddi starfsbróður sinn á Champion um sitthvað, er við-
kom siglingum í norðurhöfum. Til Reykjavíkur kom Champion 8.
júlí, og höfðu skipverjar ekki orðið varir breskra togara norðan
Faxaflóa.22
Skýrsla skipherrans á Calypso er á margan hátt fróðlegri en frá-
sagnir starfsbræðra hans á Champion og Volage. Calypso hélt
austur með suðurströndinni í svartaþoku og hitti fyrst fyrir togara