Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 165
SKÍRNIR
ÍSLANDSFÖR BRESKA FLOTANS
371
andi og kom henni á framfæri við Breta. Rök danska forsætisráð-
herrans voru þau að vísa til fordæmis Frakka og góðrar reynslu
danskra stjórnvalda af veru franskra herskipa við Island. I ljósi
þessa verður ekki annað sagt en að Danir hafi verið sjálfum sér sam-
kvæmir, er þeir sögðu flotadeildina koma til íslands í kurteisis-
heimsókn, þótt könnunarleiðangur hefði verið nákvæmara orð.
Ef litið er á málið af sanngirni, er erfitt að áfellast dönsk stjórn-
völd fyrir að koma þessari hugmynd á framfæri. Þau hafa vafalaust
vonast til að Bretar myndu hafa stjórn á sínum mönnum líkt og
Frakkar. í annan stað hafa þau viljað, að fulltrúar breskra stjórn-
valda kynntust ástandinu á íslandsmiðum af eigin raun. Verður
ekki annað sagt en að þeim hafi þar orðið að ósk sinni, að nokkru
leyti að minnsta kosti. Atkinson mat hins vegar aðstæður þannig að
ekki yrði gagn af veru breska flotans við ísland til langframa. Engu
að síður sendu Bretar flotadeildina aftur hingað til lands árið eftir,
1897, og enn voru bresk herskip hér á ferð 1899.36
Viðbrögð breskra stjórnvalda við hugmynd Dana eru einkum
athyglisverð fyrir þá sök, að fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku
henni fagnandi, en yfirmönnum í flotamálaráðuneytinu virðist
ekki hafa litist eins vel á. Þeir báru við önnum og skipaskorti, en
féllust um síðir á að senda æfingadeild úr flotanum, sem að lokinni
heimsókninni til íslands var látin sigla norður undir Jan Mayen og
þaðan til Flammerfest í Noregi. Það ferðalag ætti að skýra nokkuð
tilgang ferðarinnar, a. m. k. frá sjónarmiði flotamálaráðuneytisins:
Ferðin var öðru fremur farin til að kanna ástandið á miðunum, en
jafnframt til að kynna sjóliðsforingaefnunum í æfingadeildinni að-
stæður í norðurhöfum. Augljóst er, að flotadeildinni var aldrei ætl-
að að hafa afskipti af landhelgisgæslu Dana hér við land, enda er
ekki annað að sjá af skýrslum Atkinsons en að vel hafi farið á með
þeim Schwanenflugel, skipherra á Hejmdal.
Fyrirmæli flotamálaráðuneytisins til Atkinsons er ekki að finna
með öðrum gögnum hans úr íslandsferðinni, og bendir sitthvað til
að þau hafi verið munnleg að því er breskur skjalavörður hermir.
Það styrkir í sjálfu sér þá skoðun, að hér hafi öðru fremur verið um
könnunarleiðangur að ræða. Sama máli gegnir um ferðirnar, sem
herskipin fóru með ströndum landsins. Um þær ferðir mun ís-
lenskum sagnfræðingum ekki hafa verið kunnugt áður. Á hinn