Skírnir - 01.09.1987, Page 176
382
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
ingar“ hafi unnið lönd á Sikiley og Suður-Ítalíu, þegar landvinninga-
mennirnir voru af frönskum riddaraættum í nokkra ættliði. Þá er það of-
sagt (bls. 46) um Homo sapiens fornsteinaldar að hann hafi haldið sig „eink-
um á þeim svæðum jarðar þar sem [...] loftslag er þægilegt mönnum“, því
að hann byggði m. a. mikinn hluta Evrópu á síðasta jökulskeiði ísaldar.
Omögulega má (bls. 52-53) tala um „hjarðmennsku" á fornsteinöld - og
lýsa því jafnvel hvernig menn fóru „að temja og laða að sér húsdýr og
stunda kvikfjárrækt [...] í stað hjarðmennskunnar" - þótt á erlendum mál-
um sé sama orðið (nómad, nómadískur) haft um hirðingjalíf og aðra lífs-
hætti án fastrar búsetu. Þá er Þorsteinn (bls. 49-50) seinheppinn að nefna
Inka, Maja og Azteka sem dæmi um þjóðir sem „hafa [...] þurft aðbyrja svo
að segja með tvær hendur tómar, til dæmis á steinaldarstigi, en [•...] dafnað
svo og blómgast síðar meir“; því að þessar þjóðir þrjár voru einmitt á stein-
aldarstigi allt sitt blómaskeið. Loks er það hæpið (bls. 54), nú á tíma As-
wanstíflunnar, að tala um Nílarflóð og áburðaráhrif þeirra í nútíð eins og
það sé allt með sama hætti og í öndverðu. - En þessar aðfinnslur eru smá-
vægilegar og varða fullkomin aukaatriði í bókinni.
Bók Þorsteins hlýtur að flokkast sem alþýðlegt fræðirit. Eiginlegt rann-
sóknarrit getur hún ekki verið um svo víðfeðmt efni. Ef það væri tekið
strangvísindalegum tökum, farið í saumana á heimildum, gaumgæfð túlk-
un fyrri fræðimanna og full rök færð fyrir ályktunum, þannig að síðari
rannsakendur gætu á því byggt,... ja, þá lætur nærri að hver blaðsíða þess-
arar bókar geymi efni í lærða tímaritsgrein og jafnvel bók. Það yrðu líka
greinar og bækur fyrir sérfræðinga eina sem örfáir menn á íslandi gætu les-
ið sér til gagns. Þorsteinn er ekki að skrifa þannig rit.
En þótt hann sé að semja alþýðlegt rit, þá gerir hann það á sjálfstæðan
hátt sem dómbær fræðimaður (auk þess sem hann hefur leitað til sérfræð-
inga á ýmsum sviðum um yfirlestur, og er til fyrirmyndar að gera sem mest
af því). Hann tínir ekki einungis saman efni úr vísindasöguritum, heldur
kynnir sér það rækilega, velur og hafnar og reifar víða ólík sjónarmið og
túlkunarvandamál; þó ekki þannig að lesandinn þurfi að vera sérfræðingur.
Miðlun fróðleiks með þessum hætti hlýtur að teljast mjög verðugt við-
fangsefni háskólakennara með rannsóknarskyldu.
í fyrsta kafla af sex býr Þorsteinn lesanda sinn undir samfylgdina með
margvíslegu inngangsefni. I upphafi (bls. 11) setur hann fram leiðsögu-
spurningar af ætt vísindaheimspeki, sem hann setur sér ekki beinlínis að
svara, en leitast þó við að bregða vissri birtu yfir með rakningu heims-
myndarsögunnar: „Hvað er vísindi og hvað ekki? Hver eru einkenni vís-
inda? Hvernig tengjast vísindin umhverfi og samfélagi? Hvað er „vísinda-
leg staðreynd“? Hvernig gerist framvinda í vísindum? Af hverju ræðst
hún?“ Meginhluti kaflans (ásamt fyrsta viðauka í bókarlok) fjallar svo um
þær athuganir á stjörnuhimninum sem unnt er að gera með berum augum;
önnur þekking var fyrri alda mönnum ekki tiltæk.
Kaflinn er prýðileg innleiðsla í efnið, vandlega unninn,1 en nokkuð