Skírnir - 01.09.1987, Side 181
SKÍRNIR
RITDÓMAR
387
í sögum Thors skiptir oft um svið og þar er hlaupið fram og aftur í tíma.
Þó sést á atburðum og aðstæðum að þær gerast yfirleitt í nútímanum og
snúast að miklu leyti um það hvernig nútímamaðurinn skynjar sjálfan sig
og umhverfi sitt. Sögusviðið er oft utan Islands, einhvers staðar suður í
Evrópu, og þar mætast gjarnan menningarstraumar héðan og þaðan.
Algengjtemu í bókum Thors eru ótti og einsemd mannsins og árangurs-
laus leit. I þeim má sjá ráðleysi manns í heimi nútímans, þar sem gömul
gildi virðast fallin, engin svör að fá. Einnig kemur þar oft fram andstæða
þjóðlegs arfs og alþjóðamenningar. Þar má sjá hvernig Islendingar bregðast
við erlendum siðum og menningu með ýmsum hætti.
Grámosinn f>lóir er ólík öllum fyrri bókum Thors að því leyti að sögu-
svið hennar er Island skömmu fyrir síðustu aldamót og efniviður hennar er
sóttur til sögulegra atburða, svokölluð Sólborgarmál. Sólborg var ákærð
fyrir að hafa átt mök við hálfbróður sinn og eignast með honum barn sem
þau urðu að bana. Meðan á réttarhöldunum stóð, fyrirfór hún sér. Einar
Benediktsson skáld réttaði í málinu og hann birtist í Grámosanum sem
aðalpersónan, Ásmundur.
Við fyrstu kynni er þessi saga eins og í molum. Það skiptir oft snögglega
um svið og söguþráðurinn er rofinn af annarri sögu. Þegar betur er að gáð,
kemur í ljós að sagan er sett saman af mikilli nákvæmni og brotunum raðað
þannig að þau mynda áhrifamikla heild. Kaflar sögunnar eru margir og
mislangir. Sagan hefst á örstuttum inngangi sem stendur í tíma á eftir helstu
atburðum sögunnar. Ferðalangarnir tveir, Ásmundur sýslumaður og
fylgdarmaður hans, eru á leið til baka að austan og lesandinn fylgist með
hugsunum fylgdarmannsins um aðalpersónuna:
Hve breyttur hann var [ . . . ] þá lék hann á als oddi. [. . . ] Nú var
hann gneypur, þagði. (7)
Þessi fáu orð gefa tóninn, skapa stemninguna sem er yfir sögunni og snerta
kjarna hennar: breytinguna á skáldinu. Síðan kemur örstuttur kafli sem
nefnist „Að drepa manneskju". Efni hans er ekki aðalefni sögunnar heldur
annað dómsmál sem faðir Asmundar fæst við og fléttað er inn í fyrri hluta
sögunnar. Loks kemur hinn eiginlegi fyrsti kafli sögunnar, „Laufskálaþátt-
ur“, sem myndar ásamt síðasta kaflanum umgjörð um söguna. Þeir gerast
á sama stað í Kaupmannahöfn og lýsa Ásmundi áður og eftir afskipti hans
af þessu máli. Að „Laufskálaþætti“ loknum skiptir um svið og upp hefst
ferðalag Asmundar skálds með fylgdarmanni sínum, Þórði, norðaustur á
land þar sem einhverjir þeir atburðir hafa orðið sem krefjast rannsóknar
yfirvalda. Hér er frásögnin afar hæg. Landslagið leikur stórt hlutverk og
opnast fyrir augum lesandans á sama hraða og ferðalanganna sem fara á
hestum asalaust. Þetta minnir einna helst á málverk, náttúran er máluð upp
fyrir augum lesandans og í landslaginu skjóta upp kollinum ótal verur, álfar
og vættir, sem eru samgrónar hrauninu, mosanum, fjöllunum. Þetta eru