Skírnir - 01.09.1987, Síða 182
388
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
ljóðrænar og fallegar lýsingar, enda allt numið með „yrkjandi auga“ eins og
segir í sögunni, sem höfða ekki aðeins til augans heldur allra skynfæra. Lit-
irnir eru íjölmargir og í ótal blæbrigðum: ljósgráhvítur, fjólubláfölur, ljós-
gulgrænn, fölgulgrænn, hvítgrænn, spanskgrænn. Sums staðar er þetta ein-
um of mikið af því góða, ofgnótt af orðum. Inn í ferðalýsinguna fléttast ótal
sögur og ljóð. Landslagið birtist í sömu mynd og í þekktustu og bestu ætt-
jarðarljóðum nítjándu aldar, „Svanasöng á heiði“, „Hulduljóðum" og
„Hafísnum" svo nokkur séu nefnd.
Ferðalangarnir gista á bæjum á leiðinni og þar er iesandi dreginn beint
inn í þjóðmálaumræðu aldamótanna. Par má þekkja eldmóð Einars Bene-
diktssonar þegar hann lýsir draumum sínum um framtíð landsins, en hug-
myndir hans fá einnig andsvar og mótvægi í hugmyndum félagshyggju-
manna þeirra tíma. Þessir fáu kaflar sem gerast á sveitabæjunum veita
snögga og skýra innsýn inn í tíma sögunnar. En á ferðalaginu vaknar einnig
tilfinning fyrir allri sögu þjóðarinnar, tíminn er einn:
Niður vatnsins. Raddir allra tíma í vatnsniðnum, sem gera manninn
einan og hinn sama; þó aldirnar renni útí hafið. Þar sem ekkert land
er fyrir handan. (38)
Á leiðinni stytta ferðalangarnir sér stundir með því að segja hvor öðrum
sögur og fólkið á bæjunum er líka býsna sögufrótt. Þetta víkkar út heim
sögunnar og gefur lesanda tilfinningu fyrir allri sögu þjóðarinnar í þúsund
ár. Allt rennur saman í stóran og gildan sjóð, þjóðararfinn. Þetta er yfirleitt
vel gert, en stundum ofgert. Þannig verður mynd alþýðunnar, sem vitnar
grimmt og eins og ekkert sé í Sturlungu, Nikulásar sögu, Eddu og Islend-
ingasögurnar, dálítið ýkt og jafnvel tilgerðarleg. Aðrar sögur eru hinsvegar
dæmigerðar fyrir munnmælasögur sem aldrei hafa verið festar á blað, t. d.
sagan um brúðkaupið og brúðgumann sem fórst voveiflega.
Grámosinn er eins og aðrar sögur Thors afar myndræn. Áður var talað
um „yrkjandi auga“, en víða þar sem frásögnin er afar hæg er fremur eins
og maður sjái gegnum ljósop myndavélar, eins og auganu sé rennt hægt um
umhverfið og allt numið með. Þessar hægu, nákvæmu lýsingar, sem minna
á kvikmynd eru eins konar höfundareinkenni Thors. Sem dæmi má nefna
iýsinguna á íbúð og húsbúnaði konunnar sem skáldið sængar hjá í Höfn.
Hún á sinn þátt í að tengja lesendann við liðinn tíma og fer líka vel við lýs-
inguna á ástarleiknum, undirstrikar unað og nautn og tengist í lokin full-
nægingunni:
Og hann svotil um leið, og hrundi stynjandi ofaná hana á loðnum
hvítabjarnarfeldinum svo hausinn á bersa lyftist frá gólfi með gler-
perlunum þeim ljósbláum sem nú voru orðin augu hans. Meðan silf-
urfuglinn barði vængjunum hamstola á spegil sinn. (24)