Skírnir - 01.09.1987, Side 185
SKÍRNIR
RITDÓMAR
391
að ég væri samrunninn flughestinum, og hann orðinn ég, og ég hann,
og værum tvískiptur kentár með eðlin tvenn, loftfákur í einu og
jarðarbarn, bundinn og frjáls í senn. (120)
Seinni draumurinn er allur óræðari, hver skynjunin rekur aðra. Vitund-
armiðja draumsins er karlmaður og í draumnum þráir hann konu sem hann
má ekki nálgast:
þú mátt ekki snerta mig framar er ekki nóg að gert sko ha ef maður
kæmi enn við þetta mjúka hár þá hefði þó tunglið orðið á undan.
(157)
Það er ægilegur kuldi í þessum draumi, fimbulvetur og inn í hann fléttast
lýsing gamals bónda á því þegar hafísinn kom að landi. Síðan er eins og
heimsendir sé í nánd og eftir einhvers konar sprengingu birtist þessi mynd:
Ekkert á ferð.
Nema kona. Berfætt í lykt af þangi, og runnu yfir rist hennar
skeljar, hrúðurkarlar um ökla, einsog nisti að hlífa týndum augum
meðan þau væru að leysast upp.
Hún var nakin, brjóst hennar þung af mjólk; og sló til höfðinu
einsog hún hygðist hrista af sér eitthvað sem hún fékk ekki afborið,
og dró slóða langa dulu blóðuga, svo litaði öldurnar sem seildust eft-
ir henni, og tóku daufan skugga hennar, og tættu. Hún gaf því ekki
gaum þegar dauðu fuglarnir flutu um fætur hennar. (160)
Hér beitir Thor þeim myndvísa, ljóðræna stíl sem einkennir svo mjög
margar fyrri bækur hans, og túlkar efni sögunnar á allt annan hátt en hægt
væri með hefðbundinni raunsæislegri frásögn. Það er athyglisvert að ekki
er víst hvern dreymir þennan draum, því að hér er eins og aðalpersónan,
skáldið og elskhuginn, bróðirinn renni saman í eina persónu. Eða Asmundi
finnst hann vera elskhuginn. Þetta leiðir hugann að stuttum og dálítið
undarlegum kafla sem nefnist „Syndagjöld“ og er í sögunni áður en Ás-
mundur kemur á prestssetrið. Hann sýnir karl og konu að elskast og konan
hvíslar sömu orðunum og systirin hvíslar að hálfbróður sínum (54). Vindur
ber þessi orð til sjávar en það er einnig hvíslað:
Þú hinn ungi faraó. Og ég er egypskaprinsessan; systir þín og kona;
kynjuð frá goðum. (98)
Þessi orð berast manni sem situr við skrifborð með penna og hann
hugsar: