Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1987, Side 188

Skírnir - 01.09.1987, Side 188
394 MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR SKÍRNIR hann stamar: „Guð er kærleikur“ og bætir svo við: „Guð er.... “ og kemst ekki lengra (231). Máli sínu til stuðnings notar sýslumaðurinn sögu af refi á greni sem menn drepa svo að hann leggist ekki á búfénaðinn. Þetta er átakanleg saga og hún rifjast upp þegar í ljós kemur að Sólveig hefur drepið sig á eitri sem ætlað var tófu. Sýslumaðurinn talar hér um veiðigleði og eftir játningu sak- borningsins er honum líkt við veiðimann: „Hann var búinn að nábráðinni. Nú var eftir að gera að aflanum“ (193). Eins og til að mótmæla þessu sjón- armiði sem setur hag mannsins ofar öllu öðru er skepnum lýst undrandi og skelfdum í tengslum við helstu voðaverkin í sögunni, bæði þegar stúlkunni er nauðgað og þegar mennirnir grafa upp lík barnsins. Kindur „þustu uppí móana fyrir ofan flaumósa í ótta sínum við manninn, húsbónda jarðarinn- ar“ (221). Flestar persónur sögunnar eru dregnar mjög skýrum dráttum. Fylgd- armaðurinn hefur það þjóðlega einkenni að vera jafnan seinn til svars; verj- andinn „var fremur stór maður og rúmaði mikinn fjálgleik“ (253); kerling- in Járnbrá einkennist af sérkennilegu orðfæri: „séð þaðhef ég Sæmund sitja undir systur sinni“ (140). Lýsingin á hugsunum prestfrúarinnar þegar hún er yfirheyrð er líka gott dæmi um innsæi höfundar: „Hún fléttaði greipar á kviði sínum sem hafði aldrei þanizt út af nýju lífi“ (169). Barnleysi hennar og sektarkennd yfir því að hafa ekki reynt að taka barn systkinanna að sér er enn eitt tilbrigði við stef sögunnar. Og smáatriði eins og penni í höndum skrifarans verður að táknrænni mynd í huga hennar: Hún sá fyrir sér hrafn að sækja að kind yfir dauðu lambi til að stinga úr henni augun, náttsvartur yfir hvítri kind í haustsins snæ- landi og hvergi díll. Allt hvítt nema þessi svarti fugl sem var sagður vita fyrir ókomna hluti, og boðaði ógæfu. (170) Persónan sem mest er lagt í, fyrir utan Asmund sjálfan, er auðvitað Sól- veig Súsanna. Ekki er reynt að réttlæta gerðir hennar, heldur einungis að skilja eðli hennar og örlög. Þar sem hún birtist bara annað kastið í sögunni er vandi að skapa úr henni heilsteypta persónu. Hún kemur fram ein með elskhuga sínum og er greinilega sú sem leiðir samband þeirra og hefur stofnað til þess. Og hún er ofsafengin bæði í girnd sinni og reiði gagnvart umhverfinu sem leggur hömlur á ást þeirra. Ef til vill á þessi ofsi að vera tákn þess að ástin er aðeins birtingarform lífsþorsta sem hún fær hvergi svalað. En það er einhvern veginn gert of mikið úr þessu; þóttinn og reiðin yfirgnæfa allt annað, hún efast aldrei um að hún hafi rétt fyrir sér og verður fyrir bragðið dálítið ómanneskjuleg. A þeirri stundu sem hún stendur frammi fyrir Ásmundi ummyndast hún fyrir augum hans í tragíska hetju úr fornum sögum. Sú mynd hæfir henni vel. Best finnst mér þó höfundi takast að setja sig í spor hennar þegar minningin um það hvernig húsbóndi hennar misnotaði hana rifjast upp fyrir henni. Og vissulega er það reynsla sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.