Skírnir - 01.09.1987, Page 189
SKÍRNIR
RITDÓMAR
395
varpar ljósi á persónu eins og Sólveigu. Það er lítið sem ekkert gert úr sekt-
arkennd hennar en eitt gerir hún sér þó ljóst: „Hatrið, það er glæpurinn.
Það er það sem er frá andskotanum . .. “ (57).
Grámosinn endar á fremur undarlegu atviki. Skuggalegur maður ræðst
með hnífi að Asmundi um nótt í Kaupmannahöfn og heimtar peninga. Við
þennan ókunna mann berst hann upp á líf og dauða og tekst með naumind-
um að sigra í þeirri viðureign. En hvernig sigrar hann? Með ópi; voðalegu
öskri sem hrekur árásarmanninn á brott. Þetta minnir auðvitað á og vísar
til ópsins sem kvað við á prestssetrinu úr kjallaranum þegar Sólveig var
búin að taka eitrið. „Hvað felst í einu ópi?“ hét kaflinn sem fór á eftir og í
sögulok segir:
Hvað var í þessu öskri? Kannski margt sem honum fannst, þrátt fyr-
ir allt, hann myndi aldrei geta sagt, ekki einu sinni falið í ljóði. (267)
Þegar fæðingu barnsins var lýst kom hins vegar alls ekki fram hvort það
gaf frá sér hljóð eða ekki. Því er lýst þannig að konan vissi það ekki; hún
vissi það eitt að það átti að deyja. Þannig er sagt frá því þegar það fannst:
Það blasti við þeim líkami barns sem hafði ekki verið lagt í jötu held-
ur urðað í gólfinu í fjárborginni. Engin stjarna vísaði á það. Enda
vissi enginn hvort það hefði fæðzt með lífi. Enginn? (221-222)
Opið er tákn lífsins, viljans til að lifa og um leið er fólgið í því svo fjöl-
margt sem ekki er hægt að koma orðum að. Rökræður prestsins og sýslu-
manns um nótt fjölluðu um siðferðilegan mælikvarða, gott og illt. Prestur-
inn spurði: „Og við hvern á maður skyldur? Við hvað? [... ] Við líf?“ Og
sýslumaðurinn svarar: „Já við líf. Svo lífinu verði lifandi“ (151). Um þetta
gátu þeir orðið sammála og þó mistókst þeim báðum, þessum mönnum
sem vildu fara hvor sína leið að markinu. Inn í þessa umræðu er eins og
höfundur hafi lætt áminningu til sjálfs sín og annarra fyrir munn prestsins:
Já, þú grandar ekki lífi. Sem hnýsist í leyndarmál liðinna, sem skáld.
Og hvað um þá sem lifa? Þyrmir þú þeim? Hlífir þú leyndarmálum
þeirra? Þú sem dæmir. Nei þú grandar ekki lífi. Dæmið ekki svo að
þér munið eigi dæmdir verða. (155)
Thor Vilhjálmsson hefur í fyrri sögum sínum fjallað mest um manninn í
nútímanum. Form þeirra hefur endurspeglað hvernig maðurinn finnur sig
ráðvilltan í heimi þar sem hraði og skipulagsleysi ríkir. Það er ákaflega eðli-
legt að saga sem gerist í lok nítjándu aldar beri ekki þennan svip nútímalegs
rótleysis. Það er langur vegur milli þess sem ber fyrir augu ferðalangsins í