Skírnir - 01.09.1987, Síða 190
396
SVEINN EINARSSON
SKIRNIR
lestinni í Mánasigð og þess sem Ásmundur og fylgdarmaður hans sjá á leið-
inni austur. En þótt segja megi um sögur Thors að þær séu mjög nútímaleg-
ar skiptir fortíðin þar líka miklu máli, sögur hans eru fullar af vísunum í lið-
inn tíma, þjóðsögur og goðsagnir. Þannig öðlast sögur hans almennt gildi
og það á líka við um Grámosann. Eins og í fyrri sögum Thors er þar sífellt
vitnað í hið liðna, fornar sögur. Andstæðurnar sem búa í söguhetju hans,
sem er með annan fótinn í erlendri stórborg og hinn í íslensku sveitasamfé-
lagi, eru kunnuglegar úr öðrum sögum Thors.
í upphafi sögunnar kemur vel fram hvað Ásmundur er fjarlægur þjóð
sinni. Hann flýgur „yfir sitt land á nýsprottnum vængjum“ (13) en þjóð
hans er „þín moldgrafna ætt“ (14) og seinna hugsar hann: „Þetta er þáþjóð
mín [. . . ] og kenndi viðbjóðs“ (145). Eldraunin sem hann gengur gegnum
með því að dæma í máli hálfsystkinanna verður til þess að hann sér sjálfan
sig í nýju ljósi, hann finnur sjálfan sig dæmdan og um leið verða örlög kon-
unnar og kannski líka þjóðarinnar hans eigin örlög.
Stíll Thors hefur lítið breyst, hann er jafn myndríkur og ljóðrænn og
hann hefur verið. Myndirnar sem hann dregur upp í Grámosanum taka
hins vegar ekki völdin eins og í sumum fyrri bókum hans heldur falla eðli-
lega inn í söguna. Með óvæntum samlíkingum og frumlegum hugsýnum
bregður hann oft út af raunsærri frásagnaraðferð og ljóðrænu kaflarnir sem
lýsa tilfinningum og undirmeðvitund auðga meðferð efnisins. Hugmyndir
og minni sem koma aftur og aftur fyrir í bókum hans eru hér enn á ferð.
Viðfangsefnið er nýstárlegt og þó ekki. Saga hálfsystkinanna vekur spurn-
ingar um ást og girnd, ótta og sekt, þemu sem víða er að finna í verkum
Thors. Og persóna Einars Benediktssonar verður í höndum hans ekki ólík
þeim persónum sem áður hafa borið uppi sögur hans: einmana elskhugi
með óþægilega næmt auga, listamaður og ferðalangur í stöðugri glímu við
gátu lífsins. Thor hefur stundum verið fundið það til foráttu að í sögum
hans væri ofgnótt mælsku og óstöðvandi flaumur orða og mynda.
I Grámosanum hefur tekist að beisla kraft hugarflugs og mælsku. Þetta er
kraftmikil saga og markviss, auðug að skáldskap og áleitnum spurningum
sem maðurinn er knúinn til að kljást við.
Margrét Eggertsdóttir
Birgir Sigurðsson
DAGURVONAR
Leikrit í fjórum þáttum.
Mál og menning 1987.
Þær viðtökur, sem leikrit Birgis Sigurðssonar Dagur vonar, sem Leikfélag
Reykjavíkur frumsýndi á 90 ára afmæli sínu 11. janúar í ár, hlaut, benda til
þess, að það álit sé almennt, að þessi sjónleikur sæti nokkrum tíðindum í