Skírnir - 01.09.1987, Síða 202
408
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
Um leið hefur umheimurinn vikið að verulegu leyti til hliðar með daegur-
þrasi sínu og þrætu um góðan málstað og slæman, sem þegar upp er staðið
eru kannski einn og sami málstaðurinn.
Víst er að sumir munu sakna þeirrar bitru heimsádeilu sem svo oft hefur
einkennt ljóð Þorsteins, og telja að skáldið hafi villst af þjóðgötum nútíma-
legs skáldskapar inn á æði varasama öngvegu. En þegar Urðargaldur Þor-
steins er lesinn sést að hafi einn meginþráðurinn í ljóðagerð skáldsins slitn-
að þá hafa margir nýir og sterkir þræðir komið í staðinn. Það sanna mörg
snilldarlega ort ljóð bókarinnar, til að mynda ljóðið „Vegir og stígar" (bls.
26). Það ljóð má um leið lesa sem ábendingu Þorsteins til þeirra sem kunna
að efast um að hann hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg, og staðfest-
ingu á framangreindum orðum hans um nauðsyn þess að vera persónuleika
sínum trúr í skáldskapnum.
A sléttunni
eru allar brautir eins,
alþekktar - réttar.
En í klúngrum og myrkviði
finna allir einstigi
hver við sitt hæfi. . .
Jafnvel í grun mínum.
Þar hefur fundizt
forn þjóðleið,
- grafgata,
gegnum efa og spurn
til vatns.
Þó það sé tvímælalaust auðveldara að rölta alþekktar þjóðbrautir en
brjótast í gegnum klungur og myrkviði er ekki víst að það henti ölium
jafnvel. Að auki er óljóst hvort sú ganga skili meiri árangri. Eins og skáldið
segir í öðru ljóði, „A berángri“, þá villast menn jafnt á vegum sem í skógum
(bls. 61). Og sá sem efast aldrei eða spyr hvort hann sé á réttri leið, en lætur
sig einungis berast með straumnum, mun seint finna raunverulegan hvíld-
arstað. En jafnvel grafgata þess sem treystir á eigið hyggjuvit mun á endan-
um leiða hann til þess vatns sem hann þyrstir í.
Tíminn og andstæða hans, kyrrstaðan, hafa ævinlega verið áberandi yrk-
isefni í ljóðum Þorsteins frá Hamri. I Urðargaldri kallast nútíð, fortíð og
framtíð stöðugt á. Skáldið er hins vegar eins og statt utan og ofan allra tíma-
marka, í því „ómvana tómi“ þar sem skáldskapurinn gerist, þar sem allt er
mögulegt og þaðan sem vegir liggja til allra átta. I ljóðinu „Tími“ (bls. 23)
segir: