Skírnir - 01.09.1987, Side 204
410
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
þeirri að þráttfyrir brotinn væng og þráttfyrir skort
svo margs sem ella hefði gert honum kleift að
hegða sér einsog fugl, var hann fugl - eða ef
önnur dæmi eru uppi höfð: sú skepna sem hann
var, - og sú ein.
Þó líf þessa fugls, þessarar skepnu, sé um margt dapurlegt fer því víðs
fjarri að skáld Urðargaldurs horfi á heiminn með svörtum, tárafullum aug-
um. En það miklar hann ekki heldur fyrir sér- „það sem vakan til viðfángs
býður er vargtennt skriðan", segir í ljóðinu „Jarðbúi" (bls. 27). Og í lífinu
skiptir mestu að spyrna við fótum, læra þann „urðargaldur“ sem iljasennan
við klungrin blá kennir mönnum.
Þetta viðnám Þorsteins er ríkjandi á öllum sviðum, ekki síst því sem snýr
að íslensku þjóðlífi og menningu. I ljóðinu „Þjóðlífi“ deilir hann hart á þá
sem hafa hafnað húsaskjólinu sem landið veitir og búa nú við það kvalræði
að „tóra á klöppinni kaldir og hraktir" (bls. 42). Hér eru það mennirnir sem
hafa brugðist, ekki landið. Það hefur enn margt að gefa ef menn leggja sig
fram við að hlusta á lágværa rödd þess.
I einu eftirminnilegasta og besta ljóði Urðargaldurs, „Þjóðminjum“ (bls.
41) leiðir skáldið okkur með sér upp á Bergþórshvol þar sem bær Njáls
stóð. Bærinn er að sönnu brunninn og löngu gróið yfir grænni torfu, en
kviðlingur Skarphéðins í bálinu hljómar enn sem fyrr.
Efst á hvolnum
stakur veðraður steinn.
Stöldrum við og nemum undarlegt skraf
dáinnar túngu sem biður við undirleik báru
að eyru vor þjökuð af rausta og rasta glym
leggi hlustir við kviðlíngi, kveðnum í eldi
forðum daga . ..
Hér vísar á staðinn steinn,
staðinn - þarsem ljóð var kveðið í eldi!
Viðnámslegur í fasi. . .
Stakur steinn.
Þessi staki, veðraði en viðnámslegi steinn gæti sem best verið tákn
skáldsins Þorsteins frá Hamri, varðmannsins sem vaktar „höll sem horfna
muni byrgir“, svo vitnað séí„Vísu gamals varðmanns“ (bls. 11). Iþvíljóði
kemst mælandinn svo að orði að innan hallarinnar muni flest geymt - það
eina sem látið verði af hendi séu „nokkur haglkorn".
Þó „fagurgali nafngiftanna" eigi ekki við þegar rætt er um ljóð Þorsteins