Skírnir - 01.09.1987, Page 212
418
PALL VALSSON
SKÍRNIR
miklu betri aðstöðu til þess að staldra við einstök atriði. Matthías verður að
halda sínu striki, því umfang verks hans leyfir enga „útúrdúra“. Hann er
nokkurn veginn dæmdur til að láta t. d. ævisögulega þætti lönd og leið. Það
kemur ekki mikið að sök, en þó má til dæmis nefna að gjarnan hefði maður
þegið fyllri og ítarlegri upplýsingar um Pál Sigurðsson og sögu hans Aðal-
stein sem kom út árið 1877, og virðist merkilegri en margt annað sem fjallað
er um.
Það er auðvitað ýmislegt sem gerir það að verkum að í umfjöllun um
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson er óhjákvæmilegt að taka ævisögulega
þætti með í myndina. Eitt höfuðrit hans er sjálfsævisagan, Dagradvöl, og
framhjá henni verður einfaldlega ekki gengið í athugun á verkum skáldsins.
Þá var Gröndal ennfremur sérkennileg persóna og þroskasaga hans speglar
dálítið skemmtilegahlið tíðarandans, eins ogbest kemurfram íDægradvöl.
Þórir verður ekki heldur sakaður um að missa sjónar á skáldskaþnum í leit
að fánýtum smáatriðum í einkahögum Gröndals. Oll athugun hans beinist
að skáldskapnum og með því að flétta saman umfjöllun um ljóðin og líf
Benedikts á hverjum tíma, verður líka sú mynd sem gefin er af þróun
skáldsins miklu fyliri.
Þórir hefur sérstaka kafla um kvæðabálkana Hugfró og Prómeþeif, og er
hugmyndaleg rýni hans þar vel gerð og leiðir til margra athyglisverðra
hluta. Ef umfjöilun hans er enn borin saman við greiningar Matthíasar þá
dylst ekki að þar eru farnar um margt ólíkar leiðir að texta, enda forsend-
urnar aðrar. Það hefði þó óneitanlega verið forvitnilegt að sjá niðurstöður
Þóris ef hann hefði beitt formgerðarlegri greiningu í meira mæli, og hið
sama má reyndar segja um suma kafla Matthíasar: þar hefði maður gjarnan
viljað fá rækilegri hugmyndasögulegri rýni. En auðvitað er skýringar að
leita í forsendum ritgerða þeirra, eins og fram hefur komið, og ekki hægt að
gagnrýna höfunda fyrir að gera ekki það sem þeir aldrei ætluðu sér. Þegar
ritgerðirnar eru bornar saman vaknar aðeins sú tilfinning að þær hefðu
sitthvað getað þegið hvor af annarri.
Meðal þess sem Þórir kemst að er að Gröndal hafi ekki verið sá „and-
þjóðfélagslegi rómantíker" sem menn hafa viljað vera láta. Þessi ályktun er
svo samhliða þeirri að Gröndal hafi að langmestu leyti verið ákaflega
dæmigert rómantískt skáld. Þetta ætti að vekja upp umræðu um þjóðfé-
lagslegan þátt rómantísku hreyfingarinnar, þ. e. a. s. fyrir utan þjóðfrelsis-
baráttuna þar sem rómantísku skáldin voru í fararbroddi. Eins og kunnugt
er lenti Gröndal í miklum deilum við „raunsæismenn" og kann að vera
ástæða til þess að fara betur í saumana á þeirri deilu í ljósi verka þeirra Þóris
og Matthíasar, því í umfjöllun um bók Matthíasar hér að framan voru ein-
mitt gerðar athugasemdir varðandi það hversu „raunsæir“ raunsæis-
mennirnir hefðu verið.
Það er líklega einkum þriðji hluti verksins sem ber fram mest nýmæli.
Þar fjallar Þórir um fagurfræðiskrif Gröndals og listskilning; ber hann
saman við hugmyndir heimspekinga fornaldar og þeirra rómantísku,