Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 11
11 Hagnýtt gildi: Grein þessi hefur einkum hagnýtt gildi fyrir rannsakendur á sviði menntunarfræði, ekki síst meistara- og doktorsnema. Greinin sýnir fram á að hinn hefðbundni greinarmunur megindlegra og eigindlegra rannsókna er ófullnægjandi til að gera grein fyrir þeim félags- legu tengslum sem móta allt starf með fólki, í þessu tilfelli unglingum í íslenskum skólum. Greinin getur einnig nýst starfendum á vettvangi skólamála til að átta sig betur á þýðingu merkingarheims nemenda fyrir skilning á högum þeirra. Rauntengsl eða merkingartengsl? Aðferðafræðilegar hugleiðingar um rannsókn á námshvöt og sjálfsaga Gunnlaugur Sigurðsson Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, Kristján Kristjánsson Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, og Háskólanum í Birmingham, Englandi Grein þessi, sem er hluti af doktorsverkefni fyrri höfundar um þátt námshvatar og sjálfsaga í eðli og stöðu náms hjá nemendum á unglinga- og framhaldsskólaaldri á Íslandi, gengur út frá spurningunni hvers konar aðferðafræði sé nýtilegust til slíkrar rannsóknar. Í fyrstu köflum ritgerðarinnar er rætt um ágalla hefðbundinna megindlegra og eigindlegra aðferða og þá afarkosti sem val milli þeirra virðist bjóða upp á. Báðar aðferðir gera ráð fyrir því að keppikeflið sé að afhjúpa rauntengsl, þó að megindarsinnar telji þau tengsl hlutlæg en eig- indarsinnar huglæg. Í stað þessara afarkosta er kynnt til sögu aðferðafræði byggð á kenn- ingum heimspekingsins Wittgensteins og útfærslu þeirra í heimspekilegri félagsfræði Pet- ers Winch. Þar er gert ráð fyrir því að merkustu tengsl mannlífsins séu merkingarlegs eðlis fremur en empírísk. Meginverkefni rannsókna í félagsvísindum er þá að afhjúpa „merking- arheim“ leikendanna í tilteknum „málleikjum“; en merkingarheimur er veruleikinn með tilliti til þeirrar merkingar sem hann hefur fyrir leikendurna í viðkomandi leik. Í síðari köfl- um ritgerðarinnar er þessi kenning „sýnd“ (fremur en „skýrð“) í anda og stíl Wittgensteins með greiningu á hugtökunum „námshvöt“ og „sjálfsagi“. Sýnt er fram á takmarkanir þess hefðbundna sálfræðilega sjónarhorns að líta á þessi hugtök sem einberar raunbreytur. Lær- dómurinn sem dreginn er af þessari greiningu er að í menntunarfræðilegum rannsóknum á hugtökum á borð við námshvöt og sjálfsaga skipti mestu að grennslast eftir merkingu þeirra í huga nemendanna sem rannsakaðir eru og ekki síður í þeim hlutlæga félagslega veruleika sem þeir tilheyra. Í væntanlegu doktorsverkefni fyrri höfundar gæti þetta jafngilt spurningunni að hvaða marki námið og skólinn í víðara samhengi sé nemendum slík sam- einandi reynsla að vera mótandi um sameiginlegan málleik sem þeir tilheyri – eða hvort nemendur, þvert á móti, lifi námi sínu og skóla í mismunandi merkingarheimum. Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 9, 2012, 11–32.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.