Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 12
12 Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson Grein þessi er ágóði heilabrota og skoð- anaskipta fyrri og síðari höfundar um að- ferðafræði í væntanlegu doktorsverkefni hins fyrrnefnda. Það verkefni fjallar um þátt námshvatar og sjálfsaga í eðli og stöðu náms hjá nemendum á unglinga- og framhaldsskólaaldri á Íslandi.1 Þegar við veltum því fyrir okkur hvaða aðferðafræði gæti best náð að höndla þetta tiltekna rannsóknarefni varð niðurstaðan sú að tiltekin merkingartengslakenning, í anda heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein og félagsfræðingsins Peters Winch, yrði þar vænlegri til árangurs en hefðbundnar megindlegar eða eigindlegar aðferðir. Sú niðurstaða hefur, að okkar dómi, mun víð- ari skírskotun en nemur tilteknu doktors- verkefni eins rannsakanda. Þar af leiðandi teljum við að rökstuðningur okkar eigi erindi við lesendur þessa tímarits sem margir hverjir munu glíma við sambæri- legar spurningar um önnur skyld rann- sóknarefni á sviði menntunarfræða. Svo vill til að sáralítið hefur verið rýnt á gagnrýninn hátt í djúpar og víðfeðmar að- ferðafræðilegar spurningar um eðli rann- sókna í menntunarfræðum (eða raunar í hug- og félagsvísindum almennt) á ís- lensku. Grein þessa ber að skilja sem til- raun til ýtinnar hugkveikju um efni sem á erlendum málum teldist væntanlega til svokallaðrar „meta-aðferðafræði“: fræði- legrar umræðu um aðferðafræði. Nú er ekki svo að skilja að aðferðafræði bíti al- mennt við útgarðana í skrifum um félags- og hugvísindi á Íslandi. Þvert á móti er naumast skrifuð svo hversdagsleg B.Ed.- 1 Greinin byggist að hluta til á samþykktri rann- sóknaráætlun að doktorsritgerð fyrri höfundar þar sem síðari höfundur er aðalleiðbeinandi. ritgerð á Menntavísindasviði Háskóla Íslands (svo að dæmi sé tekið) – að ekki sé minnst á meistara- og doktorsverkefni – að hana prýði ekki hinn gullvægi „kafli númer þrjú“ um aðferðafræði rannsóknar- innar. Því miður bera margir þessir kaflar þó, að okkar dómi, merki þess sem á ensku hefur verið kallað methodolatry, og mætti nefna „aðferðafræðiblæti“ á íslensku, þar sem aðferðafræði er blótuð aðferða- fræðinnar vegna (en ekki megintilgangs rannsóknarinnar). Einkenni slíks blætis eru einatt þau sömu og hjá trúmanni án trúarhita sem íhugunarlaust sækir messu á helgidögum: Trúin er virt fyrir siðasakir og í kurteisisskyni. Þannig má einatt skilja af slíkum köflum að viðfangsefni rann- sóknarinnar hafi nánast krafist þeirrar til- teknu aðferðafræði sem valin var og hún fallið rannsakandanum í skaut eins og manna af himnum. Í þessa umræðu skortir sárlega það sem Steinn Steinarr hefði kall- að „lífsháskann“. Með örfáum undantekn- ingum, þar sem fræðimenn ræða viðsjálni og vandkvæði aðferðafræðivals á gagn- rýninn hátt (sjá t.d. Guðmund Sæmunds- son, 2010; Sigurð J. Grétarsson, 2003; og nokkrar greinar í safni ritstýrðu af Sigríði Halldórsdóttur og Kristjáni Kristjánssyni, 2003) er aðferðafræðiumræða hér á landi í senn bragðdauf og einátta. Að svo miklu leyti sem átök og ágreiningsefni rata inn í þessa umræðu snúast þau einungis um valið milli megindlegrar og eigindlegrar aðferðafræði, þar sem höfundurinn virðist fyrirfram sannfærður um yfirburði ann- arrar hvorrar. Að okkar dómi er þar um einhæfa afarkosti að ræða, eins og útskýrt verður í næsta kafla. Nánar tiltekið teljum við að aðferða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.