Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 41
41
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
Salomon var þeirrar skoðunar að vinna
með við hentaði best til þess að kenna
uppeldismiðaða smíði, en kennsla í málm-
smíði var þó tekin upp í Nääs eftir að farið
var að kenna hana í efri bekkjum sænskra
grunnskóla (Thorbjörnsson, 2006).
Einstaklingsmiðuð kennsla
Kennsluaðferðir Salomons í uppeldis-
miðaðri smíði, slöjd, voru vel skipulagðar
(Bennett, 1926). Nemandinn sem einstak-
lingur var miðdepillinn í kennslufræði
hans og stuðningur við heildstæða þróun
allra hæfi leika hans í fyrirrúmi. Salomon
undirstrikaði mikilvægi þess að kenna
grundvallaratriði og byggja upp færni
nemenda í upphafi námsins, til þess að
gera frekari þróun einstaklingsins mögu-
lega, en það myndi svo seinna gera hann
að góðum borgara (Moreno Herrera, 1999;
sjá mynd 5).
Kennslufræði Salomons byggðist á ein-
staklingsmiðaðri leiðsögn sem var löguð
að getu hvers nemanda. Þrjú grundvallar-
atriði einkenndu aðferðir hans: (1) Smíði
nytsamlegra hluta, (2) greining vinnuferla
og (3) kennsluaðferðin (Bennett, 1926).
Vinnuferlar voru mikilvægir þættir í
kennsluaðferðum Salomons. Mikilvægt
var að greina þá og nota þegar kennari
gaf nemendunum fyrirmæli og leiðbein-
ingar. Salomon lýsti vinnuferlunum sem
regluföstu og raunsæju ferli til þess að ná
ákveðnum markmiðum (Bennett, 1937).
Vegna þess að kennsla í slöjd var yfi rleitt
sótt af nemendum og kennurum sem ekki
höfðu neinn bakgrunn í handverki var
það mikilvægt að þeir næðu tökum á þeim
hefðbundnu aðferðum sem kerfi hans
byggðist á (Salomon, 1902).
Salomon þróaði æfi ngakerfi sitt fyrir
kennslu í slöjd með því að rannsaka
vinnuferla og grandskoða smíðahluti til
þess að geta greint hinar dæmigerðu að-
ferðir sem fagmenn notuðu. Æfi ngakerfi
hans var, sem fyrr segir, byggt á auðveld-
um æfi ngum til fl ókinna (Svenson, 2012).
Á meðal fyrstu æfi nganna voru tálgun,
sögun, formun, hefl un og borun. Í miðju
4. mynd:
Myndin er
tekin á nám-
skeiði í tré-
smíði í skóla
Ottos Sal-
omon í Nääs
um 1920.