Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 112
112
Hagnýtt gildi: Höfundum er ekki kunnugt um að áður hafi verið gerð rannsókn af þessum
toga hér á landi, sem lýtur að leikskólaumhverfinu og leikskólabörnum. Rannsóknin byggist
í fyrsta lagi á eignunarkenningu Heiders um að manneskjur beiti viðhorfum sínum frekar
en kaldri rökhyggju sem viðmiðum við að skilja og túlka umhverfi sitt, og í öðru lagi á gagn
rýninni kenningu Habermas um að viðhorf einstaklinga birtist í samskiptum þeirra og liti við-
horf þeirra – þ.m.t. leikskólakennara – til starfs síns og starfsaðferðir þeirra til valdeflingar
leikskólabarna. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst ekki síst í því að fyrrgreindar hugmyndir
eru mátaðar við greiningarlíkan Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman um upp-
eldis- og menntunarsýn kennara.
Viðhorf tveggja leikskólakennara og
aðferðir við valdeflingu leikskólabarna
Guðrún Alda Harðardóttir Leikskólanum Aðalþingi, Kópavogi,
og Baldur Kristjánsson Háskóla Íslands, Menntavísindasviði
Markmið þessarar greinar er að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
Hvernig eru viðhorf tveggja leikskólakennara til leikskólastarfs og starfsaðferðir þeirra
við valdeflingu leikskólabarna? Hvernig má nýta greiningarlíkan Sigrúnar Aðalbjarnar-
dóttur og Roberts L. Selman við greiningu viðhorfa og starfsaðferða þeirra við valdefl-
ingu leikskólabarna? Skoðað er skólastarf í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu yfir
eitt skólaár. Greindar eru þátttökuathuganir með tveimur leikskólakennurum að starfi og
viðtal tekið við hvorn um sig þar sem þeir greina nánar frá starfi sínu. Viðhorf og störf
leikskólakennara eru hér skoðuð í ljósi fræða um gagnrýna kenningu (e. critical theory)
og valdeflingu (e. empowerment). Við gagnagreiningu er tekið mið af greiningarlíkani
Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman um uppeldis- og menntunarsýn kenn-
ara (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að báðir
leikskólakennararnir hafi lagt áherslu á að leikskólastarfið væri á forsendum barnanna
og báðir hafi leitast við að stuðla að valdeflingu barnanna. Þessar niðurstöður falla vel að
eignunarkenningu Heiders (1988), gagnrýnni kenningu Habermas (2007), samningi Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1989), lögum um leikskóla (nr. 48/1991; 78/1994;
90/2008) og Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011).
Samkvæmt greiningarlíkani Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman (Sigrún
Aðalbjarnardóttir, 2007) falla viðhorf og starfsaðferðir þess leikskólakennara sem hér er
nefnd Guðný undir svokölluð samþætt og aðstæðubundin viðhorf og aðferðir. Með hlið-
stæðum hætti flokkast viðhorf hins leikskólakennarans, sem hér er kölluð Júlía, undir
samþætt viðhorf og starfsaðferðir.
Ritrýnd grein
Tímarit um menntarannsóknir /
Journal of Educational Research (Iceland) 9, 2012, 112–131