Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 135

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 135
135 Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun endur með sérþarfir byggjast oft á að greina þá og flokka þannig að fyrst og fremst er horft á veikleika þeirra en ekki styrkleika (Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011; Ingólfur Á. Jóhannesson, 2001). Slík viðhorf og vinnubrögð geta hindrað þróun í átt að skóla án aðgrein- ingar (Booth, Nes og Strømstad, 2003; Ing- ólfur Á. Jóhannesson, 2001). Meijer (2003) telur að sú staðreynd að fleiri nemendur greinist með sérþarfir í sumum löndum en öðrum bendi til þess að greining snúist frekar um stjórnsýslulegar eða fjárhags- legar reglur en tíðni fötlunar. Þegar ríki og sveitarfélög styrkja sérstaklega kennslu nemenda sem hafa verið greindir með sérþarfir styðja yfirvöld það að nemend- ur séu greindir og flokkaðir samkvæmt fötlun sinni (Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir, 2009). Farsælla væri að líta svo á að nemendur búi yfir „fjöl- greindum og fjölbreyttum námsstílum“ í stað þess að þeir tilheyri ákveðnum flokki fötlunar eða sérþarfa (Naukkarinen, 2010). Pijl (2010) telur að hugsunarháttur sem byggist á greiningum geti ýtt undir það að nemendum sé vísað í sérkennslu og haft áhrif á sjálfstraust almennra bekkjar- kennara sem telji sig ekki hæfa til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Hann bendir á að áhersla á endurbætur náms- umhverfis, náms og kennslu geti haft já- kvæð áhrif á færni skóla til að bregðast við margbreytilegum nemendahópum. Kenn- arar geta beitt áhrifum sínum með því að láta ekki niðurstöður greininga skyggja á kennslufræðilega hæfni sína og þróa stuðning við nemendur sem gengur út frá sterkum hliðum þeirra (Kristján Kristjáns- son, 2009). Áhersla á náms- og félagslega hlutdeild nemenda er mikilvæg en styðja þarf kennara og nemendahópa þannig að hægt sé að mæta þörfum þeirra í eðlilegu námsumhverfi. Rannsóknir benda til þess að kennarar telji sig sinna nemendum með sérþarfir en einnig að þeir hafi ekki þann tíma, undirbúning, úrræði eða hæfni sem til þarf (sjá m.a. Forlin, Jobling og Carroll, 2001; Jobling og Moni, 2004; Lambe og Bones, 2006; Loreman, 2010; Scruggs og Mastropieri, 1996; Sharma, Ee og Desai, 2003; Shippen, Crites, Houchins, Ramsey og Simon, 2005). Niðurstöður TALIS-rann- sóknar frá árinu 2009, þar sem viðhorf kennara hér á landi til kennarastarfsins voru athuguð, sýna að kennarar óska eftir aukinni aðstoð við starfsþróun vegna kennslu nemenda með sértækar þarfir, aga- og hegðunarvandamál (Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2009). Al- þjóðlegar rannsóknarniðurstöður TALIS frá 2009 eru sambærilegar en í þeim kemur fram að kennarar telja sig ekki fá nægan undirbúning í kennaranáminu til að mæta þörfum nemenda með sérþarfir (OECD, 2009). Í rannsókn Lilju M. Jónsdóttur (2012) á viðhorfum byrjenda í kennslu til kennaranáms síns kemur fram að eitt af því sem þeim fannst vanta í kennaranámið var fræðsla um vinnu með nemendum með sérþarfir. Rannsókn Lilju fór fram á árunum 2002–2007, þegar kennaranámið var þrjú ár. Skipulag skólans, viðhorf og náms- og kennslufræði þarf að breytast í takt við það fjölbreytta samfélag sem við búum í. Þar af leiðandi þarf að leggja áherslu á aðferðir við að kenna fjölbreyttum nemendahópi (Ainscow, 2007; Booth og Ainscow, 1998). Skóli án aðgreiningar þarfnast kennara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.