Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 62
og gefur prestinum mjög ákveðið umboð til þjónustu. Ordinatio in nihil
stendur ekki til boða.12
Vígsla til prestsembættis gerir prestinn gjaldgengan á vettvangi
evangelísk-lútherskrar kirkju, sem er, allt frá tímum siðbótarmanna,
stofnun í anda stórkirkjunnar. Embættið er því stofnunarlegt embætti
sem veitir réttindi en uppfyllir ákveðnar skyldur á móti. I lútherskum
kirkjum er það biskupsembœttið, þ.e.a.s. sá sem gegnir leiðandi andlegu
tilsjónarembætti innan kirkjunnar, sem hefur vígsluvaldið og ber hina
endanlegu ábyrgð á vígslunni eða á máli siðbótarmanna: innsetningunni.
Embættið veitir réttindi til þess að starfa sem prestur innan evang-
elísk-lútherskrar kirkju. Hlutverkið einkennist af stefnumörkun
Ágsborgarjátningarinnar: af boðun Orðsins og framkvæmd embættis-
verkanna en þau eru skilgreind sem embættisathafnir, sem ákvarðast
ekki af föstum gangi helgidaga kirkjuársins, heldur af öðru gefnu tilefni.
Hefðin hefur hér markað skírn, fermingu, giftingu og útför sem embættis-
verk. Öll slík embættisverk heyra undir verkefni þess sem vígður er til
prests- og prédikunarembættisins. Hann hefur einnig umboð til þess að
hafna því að vinna slík verk, telji hann það ekki samræmast samvisku
sinni.13 Stefnumótun og áhersla siðbótarinnar fer ekki á milli mála: boðun
Orðsins er númer eitt.
IV. Og svo komu sóknarnefndir
Hér hljóta að vakna spurningar um aðra sem fara með stjórnun innan
safnaðanna, þ.e.a.s. sóknarnefndir. Það er ekki fyrr en Kristján konungur
IX. gefur út lög um sóknarnefndir 22. maí 1880 (og viðaukalög tíu árum
síðar) sem þær taka við stjórn safnaðarmála hér á landi. I Þýskalandi er saga
sóknarnefnda ekki mikið lengri, þær tóku við af kirkjustjórnarráðunum sem
skipuð voru af hinu veraldlega valdi. Segja má að með þeim komi kenningin
um hinn almenna prestdóm fyrst til framkvæmda, sóknarpresturinn hafði
því haft langan tíma til að festa embættið í sessi án aðkomu sóknarnefnda.
Víðast hvar í lútherskum kirkjum virðist sóknarnefndin hafa mikilvægu
stjórnunarhlutverki að gegna, sums staðar hefur það hlutverk verið í höndum
12 Það hefur í tímans rás fengið víðara merkingarsvið, m.a. hafa guðfræðikennarar við háskóla
og einnig guðfræðingar, sem gegna sjálfboðaliðastarfi á nefndum vettvangi innan kirkjunnar,
fallið undir þessa skilgreiningu, sjá Hans-Peter Hiibner, „Amt“ 11,6, Lexikon fiir Kirchen- und
Staatskirchenrecht, s. 77-78.
13 Hans-Peter Hubner, „Amtshandlungen", Lexikon fiir Kirchen- und Staatskirchenrecht, s. 88-90.
60
1