Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 62

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 62
og gefur prestinum mjög ákveðið umboð til þjónustu. Ordinatio in nihil stendur ekki til boða.12 Vígsla til prestsembættis gerir prestinn gjaldgengan á vettvangi evangelísk-lútherskrar kirkju, sem er, allt frá tímum siðbótarmanna, stofnun í anda stórkirkjunnar. Embættið er því stofnunarlegt embætti sem veitir réttindi en uppfyllir ákveðnar skyldur á móti. I lútherskum kirkjum er það biskupsembœttið, þ.e.a.s. sá sem gegnir leiðandi andlegu tilsjónarembætti innan kirkjunnar, sem hefur vígsluvaldið og ber hina endanlegu ábyrgð á vígslunni eða á máli siðbótarmanna: innsetningunni. Embættið veitir réttindi til þess að starfa sem prestur innan evang- elísk-lútherskrar kirkju. Hlutverkið einkennist af stefnumörkun Ágsborgarjátningarinnar: af boðun Orðsins og framkvæmd embættis- verkanna en þau eru skilgreind sem embættisathafnir, sem ákvarðast ekki af föstum gangi helgidaga kirkjuársins, heldur af öðru gefnu tilefni. Hefðin hefur hér markað skírn, fermingu, giftingu og útför sem embættis- verk. Öll slík embættisverk heyra undir verkefni þess sem vígður er til prests- og prédikunarembættisins. Hann hefur einnig umboð til þess að hafna því að vinna slík verk, telji hann það ekki samræmast samvisku sinni.13 Stefnumótun og áhersla siðbótarinnar fer ekki á milli mála: boðun Orðsins er númer eitt. IV. Og svo komu sóknarnefndir Hér hljóta að vakna spurningar um aðra sem fara með stjórnun innan safnaðanna, þ.e.a.s. sóknarnefndir. Það er ekki fyrr en Kristján konungur IX. gefur út lög um sóknarnefndir 22. maí 1880 (og viðaukalög tíu árum síðar) sem þær taka við stjórn safnaðarmála hér á landi. I Þýskalandi er saga sóknarnefnda ekki mikið lengri, þær tóku við af kirkjustjórnarráðunum sem skipuð voru af hinu veraldlega valdi. Segja má að með þeim komi kenningin um hinn almenna prestdóm fyrst til framkvæmda, sóknarpresturinn hafði því haft langan tíma til að festa embættið í sessi án aðkomu sóknarnefnda. Víðast hvar í lútherskum kirkjum virðist sóknarnefndin hafa mikilvægu stjórnunarhlutverki að gegna, sums staðar hefur það hlutverk verið í höndum 12 Það hefur í tímans rás fengið víðara merkingarsvið, m.a. hafa guðfræðikennarar við háskóla og einnig guðfræðingar, sem gegna sjálfboðaliðastarfi á nefndum vettvangi innan kirkjunnar, fallið undir þessa skilgreiningu, sjá Hans-Peter Hiibner, „Amt“ 11,6, Lexikon fiir Kirchen- und Staatskirchenrecht, s. 77-78. 13 Hans-Peter Hubner, „Amtshandlungen", Lexikon fiir Kirchen- und Staatskirchenrecht, s. 88-90. 60 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.