Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 77
V. 10 „Rugla, Drottinn, sundra tungum þeirra Óneitanlega skapar
þessi bæn hugrenningatengsl við frásögnina af Babelsturninum í lMós
11. Orðin „í borginni“ kynni einhver að taka sem vísun til Babýlóníu og
babýlónsku útlegðarinnar. Aðrir hafa slegið því föstu að borgin sé Jerúsalem.
Ekkert hindrar þó að þarna geti verið um einhverja aðra borg að ræða. Nefnt
hefur verið að borgin sé Samaría ef gert sé ráð fyrir að 2. bók Saltarans
eigi sér norðlenskan uppruna.12 Þá hafa menn látið sér til hugar koma að
sálmaskáldið sé Israelíti, búsettur í erlendri borg. Engu er heldur unnt að slá
föstu um það. Borgin getur í raun verið hvaða borg sem er. Og það ræður
ekki úrslitum fyrir boðskap sálmsins hver borgin er.13
V. 11. Kúgun og deilum borgarinnar er líkt við varðmenn hennar.
Þeir sem áttu að vernda borgina hafa með öðrum orðum snúist upp í
andhverfu sína. Bail gerir talsvert úr þessu. Það sé ekki bara kúgun í
borginni heldur gagnvart henni og vill þarna sjá borgina sem myndmál fyrir
líkama konunnar.14
V. 13. „... því það er eigi óvinur minn sem hæðir mig ..." Hér í v. 13-15
kemur nýtt stef til sögunnar. Fjandmanni sálmaskáldsins hafði verið lýst í
v. 4 eins og títt er í harmsálmum Saltarans. Hér kemur hins vegar fram
að versti óvinurinn er sá sem áður hefur verið náinn vinur skáldsins. Þetta
er óvenjulegt í sálmunum, en í Slm 41:10 virðist þó sem svipað sé uppi
á teningnum. Það er nógu slæmt að búa í fjandsamlegu umhverfi en það
getur verið viðráðanlegt þegar maður veit hverjir óvinirnir eru. Undan þeim
er unnt að fara í felur. En þegar óvinurinn reynist hafa verið náinn vinur
áður, er erfiðara við það að eiga. Það er eins og að fá rýtingsstungu í bakið.
V. 14. „... vinur minn og félagi.“ Vert er að veita því athygli að hebreska
sögnin ,,jada“ er hér notuð til að auðkenna þann fyrrum vin sem nú hefur
svikið Ijóðmælandann og brotið gegn honum/henni. Það skiptir máli fyrir
þá túlkun sem hér er haldið fram því að sögnin „jada“ zi einmitt notuð yfir
náin samskipti karls og konu, einnig samskipti á sviði kynlífsins, sbr. t.d.
lMós 4:1: „Adam kenndi Evu og hún varð þunguð.“15
12 Davidson, ívitnað rit.
13 Tate, Marvin E. Psalms 51-100. A Word Biblical Commentary,Voi 20, Nashville, 1990, s. 57.
14 Bail, Ulrike, 1998, „’O God, hear my prayer.’ Psalm 55 and Violence against Women”, Wisdom
and Psalms. A Feminist Companion to the Bible, ritstj. A. Brenner & C. Fontaine, Sheffield, s.
242-263.
15 Þetta atriði var gert að umtalsefni í ívitnaðri grein höfundar: Gunnlaugur A. Jónsson, „Psaltaren
i kulturen. Verkningshistoriens betydelse fbr exegetiken”, í Svensk exgetisk ársbok 65, 2000, s.
143-152.
75