Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 140

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 140
hjá honum ekki umorðun trúarvissu, heldur trúfræðileg hugmynd sem framkallar að mati Webers einsemd hjá einstaklingnum.73 Þegar trúin er á þennan máta bundin við náðarútvalningu Guðs, verður allt annað undirskipað náðarútvalningunni. Einstaklingurinn getur ekki lengur í eftir- fylgdinni við Krist gripið til fagnaðarerindisins - sem mætir honum í predikun, sakramentum og samfélagi trúaðra - til að yfirvinna efa, óvissu eða aðra mannlega veikleika. Innan kalvínismans er náðarmeðulum ýtt til hliðar sem stoðum í heigun mannsins74 og athugar maðurinn þess í stað líf sitt og breytni til að finna staðfestingu þess að hann sé útvalinn. Hann beitir skynsemi, rökhugsun og hagkvæmni til að sjá merki hennar. Einstaklingurinn losar hér, að mati Webers, hægt og hægt um tök hefða og ytri veruleika á lífi sínu. Líf hans er skilgreint af handanveru útvalningar. „Veröldin er til staðar - og einungis vegna þess - til að gera Guð dýrlegan, tilvera útvalins kristins einstaklings felst alfarið í því að auka við dýrð Guðs með hlýðni við boð hans. Guð vill aftur á móti samfélagslega virkni krist- inna einstaklinga, því að hann kýs að mótun samfélagsins sé í samræmi við boð hans og tilgang.“75 Vinna mannsins verður mótandi og krefst skynsemi, rökhugsunar og hagkvæmni. Heimurinn er í krafti hennar sneyddur allri dulúð, áreiðanleika og þverstæðum. Hann verður hægt og hægt færður úr búningi goðsagna og afhelgaður.76 Eina sem eftir stendur er vinnan og meðal kalvínista verður hún að vettvangi dýrðar Guðs, því að í henni er Guð gerður dýrlegur. Vinnan verður að vitnisburði um útvalningu og velgengni að tákni hennar. Afköst og arður vinnunnar hefur þar með ekki gildi í sjálfu sér, heldur vísar slíkt til eilífðarinnar. Að vinna til að auka við fé og tryggja eigin „veraldlega“ velmegun er aukaatriði í þessari sýn. Á þennan máta er sneitt hjá verkaréttlætingu. I þessu kerfi réttlæta ekki verkin, heldur hefur vinnan táknræna stöðu og tekur mið af stöðu einstaklingsins í handanverunni. Þannig fær hún sjálfstætt vægi fyrir það að vísa til veruleika náðarútvalningar viðkomandi einstaklings. Það sem vinnan gaf af sér, fyrir utan það sem einstaklingar þörfnuðust fyrir sig og sína, settu 73 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 145 [95]. 74 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 151, 155 [108, 114-115]. 75 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 148 [99-100]. 76 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 146 [95-96]. 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.