Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 159
sem átti sér engrar undankomu auðið. Blume tekur mörg dæmi um þetta
og reynir þar með að útskýra af hverju margir þolendur falli í gryfju sjálfs-
ásakana í stað þess að staðsetja hinn órétta verknað hjá gerandanum.42 Áður
en við lítum nánar á þau skulum við hverfa aftur til einstaklinganna þriggja
í DVog tals þeirra um skömm. Má hugsanlega líta svo á að þeir séu einnig
að hugsa um sektarkennd þótt það orð komi ekki fram á varir þeirra? Er
mögulega ein veigamikil ástæða þagnarinnar yfir ofbeldinu sem þeir voru
beittir á barnsaldri einmitt sú að þeir hafa staðsett sökina hjá sér en ekki
hjá gerandanum?
Einar Gunnar og Henry Lárus tala um sig sem þolendur og fórnarlömb
og svipað kemur fram í orðum Elvars þegar hann segir að gerandinn hafx
sagt að ofbeldið væri honum að kenna og hann myndi hafa verra af ef hann
segði frá. Sem fullorðinn maður samþykkir þó enginn þeirra slíka túlkun.
Með aldri og þroska breytist skilningur þeirra, þeir skilja nú að sökin á því
sem gerðist í fortíðinni á ekki heima hjá þeim. Allir vilja þeir skila sektar-
kenndinni og staðsetja sektina og ábyrgðina hjá réttum aðila. Sekt og ábyrgð
kallast á - sá sem á sökina ber ábyrgð. Að vera kallaður til ábyrgðar felur í sér
andsvar og viðbrögð í framtíð. Ein leið til að lýsa muninum á sekt og ábyrgð
er að segja að tal um sekt snúi að fortíðinni en tal um ábyrgð að framtíðinni.
Að lýsa ábyrgð á hendur einhverjum er að gefa í skyn að viðkomandi hafi
verk að vinna.43 Hvað þá með skömmina? Því hefur Blume reyndar þegar
svarað með því að benda á að dæmigert fórnarlamb kynferðisofbeldis upplifi
yfirleitt báðar þessar tilfinningar og því ætti svarið við spurningunni að
vera það að skömmin sé áfram til staðar sem djúpstæður tregi og eftirsjá
svo vitnað sé til orðfæris Spinoza. Ályktun Blume hvað skömmina varðar,
eins og áður er getið, var að mörg fórnarlömb kynferðisofbeldis lifi áfram
með slíkum trega allt lífxð vegna þess að það sé skárri kostur en að horfast
í augu við og vinna úr þeirri sáru, persónulegu reynslu að hafa verið svikin
sem börn.44
Hverfum á ný til umræðu Blume um tengsl sektarkenndar, skammar,
sjálfsásakana og sjálfsvirðingar. Hún tekur dæmi af fórnarlömbum sifjaspella,
nauðgunar eða kynferðislegs ofbeldis og ítrekar að með því að taka á sig
sökina vegna hins ranga verknaðar takist þeim að halda vissri sjálfsvirðingu.
„Ég var ekki misnotuð,“ segi fórnarlamb sifjaspella við sjálft sig, „þetta var
42 E. Sue Blume, Secret Survivors, bls. 109.
43 Iris Marion Young, Respomibility for Justice, bls. 121.
44 E. Sue Blume, Secret Survivors, bls. 111-112.
L
157