Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 6
5
miða að því, eins og Geir Svansson rekur í ítarlegri grein um hinsegin
fræði, „Ósegjanleg ást“, frá árinu 1999,
að finna og móta (stöðuga) samkynhneigða sjálfsmynd til mótvægis
þeirri gagnkynhneigðu. Hinsegin fræði hafa aftur á móti að mark-
miði að grafa undan sjálfsmyndarhugtakinu og kyngervum með því
að benda á innri óstöðugleika hugtakanna. Fyrsta skrefið í þá átt er
að afhjúpa þá gagnkynhneigðu hugmyndafræði sem gegnsýrir öll
svið menningar og fellir allt að sínu normi en útilokar það sem er
öðruvísi.7
virkni hugtaksins hinsegin í slíkum rannsóknum og greiningu er afbyggj-
andi og á ensku er það oft notað sem sagnorð: to queer eða queering. Geir
stingur upp á að á íslensku megi tala um að skjöna, eða jafnvel hin(n)segja:8
Skjönun, eða afbygging, á gagnkynhneigðu forræði felst í því að
gagnrýna á róttækan hátt forsendur þessa forræðis og forréttinda
sem undirskipa og útiloka aðra, þá sem eru hinsegin, í nafni hins
heilbrigða, hins eðlilega, náttúrulegs skipulags eða almáttugs guðs.9
Skjönun á menningartextum, til dæmis bókmenntum, felur þannig í sér að
greina merkingu út frá sjónarhóli jaðarsins, eins og Dagný Kristjánsdóttir
bendir á í greininni „Skápur, skápur, herm þú mér ...“. „Það er [...] engan
veginn meiningin að nú eigi allir að snúa sér að því að afhjúpa laumu-
homma og lesbíur í bókmenntasögunni, draga þau út úr skápum sínum, þó
að það sé vafalaust hægt – og gæti verið skemmtilegt,“ segir hún – það er
fremur markmið homma- og lesbíurannsókna.10 Hinsegin lestur rýnir aftur
á móti í valdaafstöður og andstæðukerfi, skoðar táknmál og tjáningu, fljót-
andi mörk milli kynja og kynverunda og það sem ekki fellur ljúflega inn í
gagnkynhneigt, normatívt regluverk og þekkingarramma.
Grein Berlant og Warners birtist í íslenskri þýðingu í þessu hefti,
rúmum tveimur áratugum eftir að hún var skrifuð. Á þeim tíma hefur
mikið vatn runnið til sjávar í Bandaríkjunum, vestur-Evrópu og víðar og
hinsegin fræði, eða það sem kalla má hinsegin nálgun eða hugmyndafræði
7 Geir Svansson, „Ósegjanleg ást: Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku sam-
hengi“, Skírnir haust 1998, bls. 476–527, hér bls. 480.
8 Sama rit, bls. 481.
9 Sama rit, bls. 486.
10 Dagný Kristjánsdóttir, „Skápur skápur, herm þú mér ...“, Undirstraumar: Greinar
og fyrirlestrar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 290–296, hér bls. 294–295.
Að HINSEGJA HEIMINN