Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 8
7
Hinsegin hugmyndafræði hefur haft sívaxandi áhrif á aktívisma og
hins egin félagsstarf á Íslandi á undanförnum 10–15 árum. Barátta og starf-
semi samtaka eins og Samtakanna ’78 og Q – félags hinsegin stúdenta
snýst ekki bara um lagaleg og samfélagsleg réttindi og málefni homma og
lesbía – þótt vitanlega sé sú vinna enn í gangi samhliða öðrum verkefnum.
Hún hefur þróast í þá átt að gagnrýna gagnkynhneigð viðmið samfélags-
ins og skapa rými fyrir fólk þar sem það getur verið til á eigin forsendum
án þess að falla inn í niðurnjörvuð mót sem gera aðeins ráð fyrir tveimur
kynjum, fastmótuðum kynhlutverkum, gagnkynja ástum og „siðsamlegu“
kynlífi bak við luktar dyr heimilisins. Hugtakið hinsegin í þessu samhengi
er sjálfsmyndarhugtak – regnhlíf sem er látin ná yfir sífellt fleiri hópa – en
hin róttæka merking þess er einnig virk og oft er illmögulegt að greina þar
á milli. Stækkun regnhlífarinnar sést einna greinilegast á nafnbreytingum
félagasamtaka. Stúdentafélagið hét til dæmis Félag samkynhneigðra stúd-
enta (FSS) þegar það var stofnað árið 1999, nafninu var breytt í Félag
sam- og tvíkynhneigðra stúdenta nokkrum árum síðar, því næst var „trans-
gender“ tekið inn í nafnið og að lokum varð félagið Q – félag hinseg-
in stúdenta árið 2008. Í pistli frá þáverandi formanni félagsins, Brynjari
Smára Hermannssyni, er síðasta nafnbreytingin sögð fela í sér mikilvæga
pólitíska afstöðu þar sem
gömlu stimplarnir, samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og trans, eru
lagðir til hliðar á þessum vettvangi og í staðinn er einblínt á það sem
sameinar okkur öll í einum málstað, þ.e. að eitthvað í fari okkar er í
andstöðu við það sem samfélagið ætlast til, á skjön við hið gagnkyn-
hneigða forræði [...].14
Þessi aðgerð var með öðrum orðum gerð með róttæka hinsegin pólitík að
leiðarljósi. Í reynd hafa þó sjálfsmyndarhugtökin – „stimplarnir“ – ekki
verið lögð algjörlega til hliðar, hvorki hjá Q-félaginu né Samtökunum ’78,
enda eru þeir í augum margra mikilvægur þáttur í réttindabaráttu jafnt
sem daglegu lífi. Róttæknin sem felst í því að víkka umtalsvert út regnhlíf-
arhugtakið hinsegin í félagsstarfi og baráttu, þannig að margir (ekki bara
um andkapítalískar og andnormatívar aðgerðir, eða raunar aðgerðaleysi, þ.e. að
sleppa því að leita að olíu og leyfa því verkefni að mistakast. Sjá „,Að kjósa að sleppa
því‘: Olíuleit, aðgerðaleysi og hinsegin möguleikar“, Ritið 1/2016, bls. 9–34.
14 Brynjar Smári Hermannsson, „Q-ið er hinsegin“, Samtökin ’78, sótt 7. september
2017 á https://samtokin78.is/greinasafn/samfelag-og-saga/139-q-ie-er-hinsegin
(birtist upprunalega í fréttabréfi Samtakanna ’78 í apríl 2008).
Að HINSEGJA HEIMINN