Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 18
17
Grein þessari má í grófum dráttum skipta í tvennt. Fyrri hlutinn er
helgaður hinsegin sjónarhornum á kenningar Freuds, þar sem fjallað verð-
ur um kenningar hans um kynverundina til þess að varpa ljósi á lestur
Butler á verkum hans um mótun sjálfsins (e. ego, þ. Ich). Síðari hluti grein-
arinnar fjallar um hvernig Butler beitir kenningum Lacans og ræðir annars
konar lestur á verkum hans innan hinsegin fræða. Spurningin sem brennur
á greinarhöfundi er hvort – og þá hvernig – sálgreining og hinsegin fræði
fari saman, en það er fyrst og fremst í ljósi arfleifðar Butler sem tilraun er
gerð til að svara þeirri spurningu. Að auki verður sérstök áhersla lögð á að
skoða þau sjónarhorn á kynið sem boðið er upp á innan sálgreiningar og
möguleikana sem þau fela í sér í þeim tilgangi að bregðast við þeirri tog-
streitu í viðhorfum til kyns sem rædd var hér í upphafi.
Hvatir rekast á: hinsegin kynverund Sigmunds Freuds
Undanfarna áratugi hefur mikil og öflug fræðimennska farið fram á sviði
sálgreiningar og hinsegin fræða sem miðar að því að endurlesa sígilda
texta sálgreiningarinnar frá sjónarhóli hinsegin kenninga. Þar hafa skrif
Sigmunds Freuds um kynverundina orðið að mikilvægu viðfangsefni.
Flestir sem þekkja til verka Freuds hafa tilfinningu fyrir því hversu mik-
ilvæg kynverundin er í kenningum hans; í raun má segja að það hversu
hugleikið viðfangsefnið var honum hafi orðið að menningarlegri klisju og
óþrjótandi uppsprettu brandara. Lykilverk Freuds um viðfangsefnið, Þrjár
ritgerðir um kynverundina (Drei Abhandlungen zur Sexualtheorie), kom fyrst
út árið 1905 en er jafnframt það verk sem höfundurinn endurskoðaði hvað
oftast.9
má gott dæmi um sálgreinanda á slíkum villigötum á bls. 135–136 í grein Geirs
Svanssonar, „Kynin tvö/Kynstrin öll“, þar sem fjallað er um íhaldssama (og beinlín-
is fjandsamlega) afstöðu Catherine Millot til trans fólks, sem hún setur fram í bók
sinni Horsexe.
9 Þrjár ritgerðir komu út sex sinnum á tuttugu árum, en líkt og helsti þýðandi verka
Freuds yfir á ensku, James Strachey, bendir á er Draumaráðningabókin (Die Traum
deutung, 1899) eina verkið sem Freud endurskoðaði oftar. Sjá James Strachey,
athugasemd ritstjóra við „Three Essays on the Theory of Sexuality“, The Stand
ard Edition of the Complete Psychological Works of Sigmund Freud 7, fyrst útg. 1953,
London: vintage, 2001, bls. 125–129, hér bls. 128. Hér á eftir verður stuðst við
enskar þýðingar Stracheys á verkum Freuds, nema þegar ný þýðing Ulrike Kistner
á Þremur ritgerðum um kynverundina (ritstj. Philippe van Haute og Herman Wester-
ink) er rædd sérstaklega.
AF USLA OG ÁREKSTRUM