Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 19
18
Meðal þess sem vekur eflaust athygli lesenda ritgerðanna þriggja, ekki
síst ef um áhugamanneskju um hinsegin veruleika er að ræða, er hversu
hlykkjótt leiðin að gagnkynhneigða norminu virðist vera, en Freud reynir
þar með allnokkrum erfiðismunum að rekja mótunarferli kynverundar frá
barnæsku og fram á fullorðinsár. Freud bætti neðanmálsgrein við upp-
runalega textann árið 1915 þar sem hann klórar sér í höfðinu yfir gagn-
kvæmum áhuga karla og kvenna, sem hann telur „ráðgátu sem nauðsynlegt
sé að varpa ljósi á og ekki augljósa staðreynd“.10 Þar má sjá endurspeglast
afstöðu hans til samkynhneigðar, en hann leit aldrei svo á að hún væri
sjúkleg eða eitthvað sem sálgreining ætti að lækna.11
Líkt og sálgreinandinn og heimspekiprófessorinn Philippe van Haute
og guðfræðingurinn Herman Westerink benda á í inngangi að nýrri enskri
þýðingu á fyrstu útgáfu Þriggja ritgerða um kynverundina, birtist sérstaða
Freuds meðal samtíðarmanna hans meðal annars í því að á meðan geðlækn-
ar og kynfræðingar á borð við Richard von Krafft-Ebing og Albert Moll
litu svo á að í „afbrigðilegri“ kynhegðun mætti sjá „eðlilegar“ kynferð-
islegar hvatir og athafnir í ýktri mynd, gekk Freud skrefi lengra og komst
að þeirri niðurstöðu að hugmyndin um „eðlilega“ kynverund sem hefur
getnað að markmiði væri „skáldskapur“ (e. poetic fable). 12 Hann kaus frekar
að gera margbreytileika kynferðislífs manneskjunnar að útgangspunkti í
rannsóknum sínum.13 Grundvallarmunurinn liggur þannig í því að fyr-
irrennarar Freuds, sem gengu gjarnan út frá kenningum Charles Darwins,
gerðu hina náttúrulegu „æxlunarmiðuðu“ kynhvöt (þ. Geschlechtstrieb) að
viðmiði sem þeir skilgreindu sjúklega kynhegðun — t.d. sam- og tvíkyn-
hneigð, blætishneigð og (sjálfs)kvalalosta — út frá. Freud gerði aftur á
móti kynhvötina (þ. Sexualtrieb), sem hlýðir ekki neinum „náttúrulegum“
10 Sigmund Freud, „Three Essays on the Theory of Sexuality“, The Standard Edition
of the Complete Psychological Works of Sigmund Freud 7, bls. 125–245, hér bls. 146.
11 Sjá t.d. Tim Dean og Christopher Lane, „Introduction: Homosexuality and
Psychoanalysis“, Homosexuality and Psychoanalysis, ritstj. Tim Dean og Christopher
Lane, Chicago: University of Chicago Press, 2001, bls. 3–42.
12 Philippe van Haute og Herman Westerink, „Introduction: Hysteria, Sexuality,
and the Deconstruction of Normativity—Rereading Freud’s 1905 Edition of
Three Essays on the Theory of Sexuality“, Three Essays on the Theory of Sexuality:
The 1905 Edition, ritstj. Philippe van Haute og Herman Westerink, þýð. Ulrike
Kistner, London & New York: verso, 2016, bls. xiii–lxxvi, hér bls. xvi og xxii. van
Haute og Westerink ræða í þessu samhengi umfjöllun Krafft-Ebings um sadisma
í Psychopathia Sexualis (1886).
13 Sama rit, bls. xxv.
GuðRún Elsa BRaGadóttiR