Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 21
20
anum; hinsegin kynverund sem á sér engin „eðlileg“ viðföng eða markmið
og hefðbundnari kynverund sem hefur kynæxlun að markmiði og verður
fullnægt við kynmök.
Bersani, sem hefur verið atkvæðamikill innan hinsegin fræða síðan á
níunda áratug síðustu aldar, greinir ritgerðir Freuds um kynverundina sér-
staklega í ljósi þessara mótsagna í bókinni Freudíski líkaminn: sálgreining og
list (The Freudian Body: Psychoanalysis and Art, 1986), en þar bendir hann á
að Freud virðist ekki geta stillt sig um að „ræða kynverund barnæskunn-
ar líkt og hún væri sjálf kynverundin,“ líkt og hann hafi gleymt kenning-
unni sem hann er sjálfur að glíma við að setja fram um þroskaferlið í átt
að æxlunarmiðaðri kynhvöt.17 Líklegt verður að teljast að mótsagnirnar í
lokagerð ritgerðanna megi rekja fyrst og fremst til tilrauna Freuds til að
sætta þann ónormatífa skilning á kynverundinni sem lýst er hér að framan
og kenningar á borð við þá sem hann setti fram um Ödipusarduldina, sem
byggja á normatífum viðmiðum og miða fyrst og fremst að því að fella
þróun kynverundarinnar að markmiðadrifinni, röklegri frásögn sem flétt-
ast saman við frásögnina af mótun sjálfsins.18
Melankólísk sjálf
Þrátt fyrir þá hinsegin þræði sem kenningar Freuds um kynverundina fela
í sér ræðir Butler þær lítið sem ekkert í verkum sínum, en einblínir fyrst og
fremst á þá texta Freuds sem snúa sérstaklega að mótun sjálfsins. Fyrst ber
að nefna „Sorg og melankólíu“ („Trauer und Melancholie“), sem út kom
árið 1915, þar sem Freud lýsir því sem gerist þegar sjálfsverunni mistekst
að syrgja glatað ástarviðfang, með þeim afleiðingum að henni er ómögu-
legt að beina hvöt (þ. Libido) sinni að nýju viðfangi. Þess í stað beislar
sjálfsveran hvötina í eigin sjálfi, þar sem hún varðveitir glataða viðfangið
17 Leo Bersani, The Freudian Body: Psychoanalysis and Art, New York: Columbia
University Press, 1986, bls. 33.
18 Freud lagði aukna áherslu á að gera grein fyrir mótun sjálfsins í kjölfar „ákafra
bréfaskipta og ástríðufullra deilna“ við Jung sem hófust áður en fyrsta útgáfa
ritgerðanna þriggja kom út árið 1905 og héldu áfram árin á eftir. Þau snerust fyrst
og fremst um psýkósu (Jung gaf út bók um algengustu mynd hennar, geðklofa (e.
schizophrenia), árið 1907) og kynferðislegt eðli hvatarinnar (sem Freud vildi ekki
gefa upp á bátinn). Á meðan „hystería hafði kennt Freud sitthvað um mikilvægi
kynverundarinnar fyrir mannlega tilvist,“ dró psýkósa athygli hans að viðkvæmu
sambandi sjálfsverunnar við veruleikann og varð honum hvatning til þess að
gera sjálfinu (e. ego) ríkari skil. Sjá Philippe van Haute og Herman Westerink,
„Introduction“, bls. lxxii–lxxiii.
GuðRún Elsa BRaGadóttiR