Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 21

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 21
20 anum; hinsegin kynverund sem á sér engin „eðlileg“ viðföng eða markmið og hefðbundnari kynverund sem hefur kynæxlun að markmiði og verður fullnægt við kynmök. Bersani, sem hefur verið atkvæðamikill innan hinsegin fræða síðan á níunda áratug síðustu aldar, greinir ritgerðir Freuds um kynverundina sér- staklega í ljósi þessara mótsagna í bókinni Freudíski líkaminn: sálgreining og list (The Freudian Body: Psychoanalysis and Art, 1986), en þar bendir hann á að Freud virðist ekki geta stillt sig um að „ræða kynverund barnæskunn- ar líkt og hún væri sjálf kynverundin,“ líkt og hann hafi gleymt kenning- unni sem hann er sjálfur að glíma við að setja fram um þroskaferlið í átt að æxlunarmiðaðri kynhvöt.17 Líklegt verður að teljast að mótsagnirnar í lokagerð ritgerðanna megi rekja fyrst og fremst til tilrauna Freuds til að sætta þann ónormatífa skilning á kynverundinni sem lýst er hér að framan og kenningar á borð við þá sem hann setti fram um Ödipusarduldina, sem byggja á normatífum viðmiðum og miða fyrst og fremst að því að fella þróun kynverundarinnar að markmiðadrifinni, röklegri frásögn sem flétt- ast saman við frásögnina af mótun sjálfsins.18 Melankólísk sjálf Þrátt fyrir þá hinsegin þræði sem kenningar Freuds um kynverundina fela í sér ræðir Butler þær lítið sem ekkert í verkum sínum, en einblínir fyrst og fremst á þá texta Freuds sem snúa sérstaklega að mótun sjálfsins. Fyrst ber að nefna „Sorg og melankólíu“ („Trauer und Melancholie“), sem út kom árið 1915, þar sem Freud lýsir því sem gerist þegar sjálfsverunni mistekst að syrgja glatað ástarviðfang, með þeim afleiðingum að henni er ómögu- legt að beina hvöt (þ. Libido) sinni að nýju viðfangi. Þess í stað beislar sjálfsveran hvötina í eigin sjálfi, þar sem hún varðveitir glataða viðfangið 17 Leo Bersani, The Freudian Body: Psychoanalysis and Art, New York: Columbia University Press, 1986, bls. 33. 18 Freud lagði aukna áherslu á að gera grein fyrir mótun sjálfsins í kjölfar „ákafra bréfaskipta og ástríðufullra deilna“ við Jung sem hófust áður en fyrsta útgáfa ritgerðanna þriggja kom út árið 1905 og héldu áfram árin á eftir. Þau snerust fyrst og fremst um psýkósu (Jung gaf út bók um algengustu mynd hennar, geðklofa (e. schizophrenia), árið 1907) og kynferðislegt eðli hvatarinnar (sem Freud vildi ekki gefa upp á bátinn). Á meðan „hystería hafði kennt Freud sitthvað um mikilvægi kynverundarinnar fyrir mannlega tilvist,“ dró psýkósa athygli hans að viðkvæmu sambandi sjálfsverunnar við veruleikann og varð honum hvatning til þess að gera sjálfinu (e. ego) ríkari skil. Sjá Philippe van Haute og Herman Westerink, „Introduction“, bls. lxxii–lxxiii. GuðRún Elsa BRaGadóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.