Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 29
28
„Transgender kynvitund og rökvísi kynjamismunar“.45 Þar leggur Carlson
til að skilja megi rökvísi kynjamismunar út frá trans kynvitund og lítur svo
á að kynvitund þeirra sem samsama sig ekki hefðbundnum skilgreiningum
á kvenkyni og karlkyni geti varpað ljósi á kvenlægu stöðuna sem hefur svo
oft verið látin afskipt. Hún undirstrikar mikilvægi þess að kynjuðu stöð-
urnar renni ekki saman við kyn eða kyngervi í hugum okkar og bendir á að
Lacan líti svo á að
„hugtökin karlkyns og kvenkyns [tákni] tvenns konar rökvísi, tvær
ólíkar aðferðir til að vera til innan hins táknræna, tvær ólíkar nálg-
unarleiðir að Hinum, tvenns konar stöðu gagnvart þránni, og (að
minnsta kosti) tvær ólíkar gerðir jouissance. Ekkert hér vís[i] til ‚kyn-
gervis‘ eins og við myndum almennt gera grein fyrir því.“46
Carlson afmarkar tvær ólíkar stöður þeirra sem eru trans: annars vegar
þá sem felur í sér samsömun með kven- eða karlkyni, hins vegar þá að
samsama sig ekki einu ákveðnu kyni, a.m.k. í hefðbundnum skilningi sam-
félagsins á kyninu sem um ræðir. Í fyrri hópinn falla þær manneskjur sem
hafa fæðst í röngum líkama, en Carlson bendir á að ef gengið sé út frá því
að viðkomandi vilji „sleppa“ (e. pass) eða samsami sig tilteknu kyni með
ákveðinni fullvissu, þá séu „hann eða hún sálrænt séð að engu leyti ólík(ur)
hverjum öðrum sem tekur sér stöðu í annarri hvorri fylkingunni.“ Hún
bendir á að sís einstaklingar reyni líka „að sleppa; þeir samsama sig líka
með ákveðinni fullvissu öðru hvoru kyninu.“47 Hér gefur ekki svo að skilja
45 Shanna Carlson, „Transgender Subjectivity“. Carlson ræðir greiningu Butler sér-
staklega á bls. 59–62.
46 „And with respect to sexual difference, we must insist on the ways in which, for
Lacan, the terms masculine and feminine signal two different logics, two different
modes of ex-sistence in the symbolic, two different approaches to the Other, two
different stances with respect to desire, and (at least) two different types of jouiss-
ance. Nothing here indicates ‚gender‘ as we might more conventionally conceive of
it.“ Shanna Carlson, „Transgender Subjectivity“, bls. 64. Í þessu samhengi brýnir
hún líka nauðsyn þess að orðalag á borð við „þrá móðurinnar“ og „lögmál föð-
urins“ verði lagt til hliðar og aðrar leiðir notaðar til að lýsa þeirri „sálrænu virkni
sem orðalagið vísar til“ (bls. 63).
47 „Inasmuch as the transsexual subject strives to pass and/or (for not all transsexuals
strive to pass) identifies with one gender or another with an apparent degree of
certainty, he or she is psychically no different than any other subject who lines up
under one banner or the other.“ Sama rit, bls. 64–65. Ásta Kristín Benediktsdóttir
á heiðurinn af þessari þýðingu á sögninni „to pass“.
GuðRún Elsa BRaGadóttiR